Karim Adeyemi er sagður vilja yfirgefa Borussia Dortmund og eiginkona hans að þrýsta á það, hún vill flytja í meiri glamúr í evrópskri stórborg.
Adeyemi er 23 ára og er á radarnum hjá mörgum stórliðum. Hann hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United.
Eiginkona hans er rapparinn Loredana og samkvæmt þýska blaðinu Bild vill hún að Adeyemi flytji frá heimalandi sínu og næsta skref verði í evrópskri stórborg.
Adeyemi er 23 ára og er á radarnum hjá mörgum stórliðum. Hann hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United.
Eiginkona hans er rapparinn Loredana og samkvæmt þýska blaðinu Bild vill hún að Adeyemi flytji frá heimalandi sínu og næsta skref verði í evrópskri stórborg.
Eldfimt samband við stjórann
Framtíð Adeyemi hefur verið talsvert til umræðu í Þýskalandi en hann er með fjögur mörk og eina stoðsendingu í fjórtán leikjum í þýsku Bundesligunni.
Samband Adeyemi við stjórann Niko Kovac hefur verið nokkuð eldfimt. Hann kastaði vatnsbrúsa að bekknum eftir að hafa verið tekinn af velli í 1-0 sigurleik gegn Köln í október. Hegðun sem Kovac gagnrýndi opinberlega.
Í 1-1 jafntefli gegn Hamburg um síðustu helgi var Kovac augljóslega pirraður yfir ákvarðanatökum Adeyemi í leiknum og tók hann af velli á 66. mínútu.
Alls hefur Adeyemi skorað 32 mörk og átt 22 stoðsendingar í 128 leikjum fyrir Dortmund.
Athugasemdir



