Manchester United er svekkt yfir því að marokkóska fótboltasambandið leyfði Noussair Mazraoui ekki að spila gegn Bournemouth á mánudaginn.
Daily Mail segir að United hafi búist við því að geta spilað á Mazraoui í leiknum gegn Bournemouth en hann endaði með jafntefli 4-4.
Daily Mail segir að United hafi búist við því að geta spilað á Mazraoui í leiknum gegn Bournemouth en hann endaði með jafntefli 4-4.
Mazraoui er í marokkóska landsliðshópnum fyrir Afríkukeppnina og þurftu félagslið að losa leikmenn á mótið á mánudaginn, 15. desember, sama dag og leikurinn fór fram á Old Trafford.
Sky Sports ákvað að sjónvarpa leiknum og hann var því færður á mánudag. Hefði United spilað um helgina hefði Mazraoui mátt spila.
United vildi að Mazraoui myndi spila gegn Bournemouth áður en hann færi á mótið og kvartaði til FIFA eftir að hafa fengið neitun frá Marokkó. FIFA sagði marokkóska sambandið í rétti.
Fílabeinsströndin og Kamerún gáfu Man Utd leyfi til að nota Amad Diallo og Bryan Mbeumo í leiknum gegn Bournemouth áður en þeir færu til móts við landslið sín.
Athugasemdir


