Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
banner
   mið 17. desember 2025 11:54
Elvar Geir Magnússon
Albert sagður óánægður hjá Fiorentina og vilja burt í janúar
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: EPA
Það er allt í upplausn hjá Fiorentina samkvæmt ítölskum fjölmiðlum og mikilvægir leikmenn gætu fært sig um set. Talað hefur verið um áhuga Roma á Alberti Guðmundssyni og möguleika á að hann skipti um lið í janúar.

Fiorentina hefur ekki unnið leik í ítölsku A-deildinni á tímabilinu og er límt við botninn. Eftir 2-1 tap gegn Hellas Verona um síðustu helgi hefur enginn frá félaginu tjáð sig við fjölmiðla.

Sky Sport Italia segir að stjórnendur félagsins hafi sent liðið í æfingabúðir fyrir Sambandsdeildarleikinn gegn Lausanne sem verður á morgun.

Football-Italia segir að Albert sé óánægður hjá Fiorentina en félagaskiptafréttamaðurinn frægi Fabrizio Romano segir að þreifingar séu í gangi og alvöru líkur á því að Albert færi sig um set. Hann bendir fólki á að fylgjast með gangi mála hjá íslenska landsliðsmanninum í janúarglugganum.

Calciomercato segir að Roma ætti að geta keypt Albert fyrir 25 milljónir evra en Roma sé líklegra til að koma með lánstilboð með möguleika á kaupum eftir tímabilið.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 15 10 0 5 16 8 +8 30
5 Juventus 15 7 5 3 19 14 +5 26
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 15 6 6 3 19 12 +7 24
8 Lazio 15 6 4 5 17 11 +6 22
9 Sassuolo 15 6 3 6 21 19 +2 21
10 Udinese 15 6 3 6 16 22 -6 21
11 Cremonese 15 5 5 5 18 18 0 20
12 Atalanta 15 4 7 4 19 18 +1 19
13 Torino 15 4 5 6 15 26 -11 17
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 15 3 5 7 15 21 -6 14
16 Genoa 15 3 5 7 16 23 -7 14
17 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 15 1 7 7 10 20 -10 10
20 Fiorentina 15 0 6 9 12 26 -14 6
Athugasemdir
banner
banner
banner