Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
   mið 17. desember 2025 10:54
Elvar Geir Magnússon
Hólmbert framlengir í Kóreu og ætlar að skora meira á næsta ári
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Mynd: Gwangju FC
Sóknarmaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson hefur skrifað undir nýjan samning við Gwangju FC í Suður-Kóreu og segir við miðla félagsins að hann finni til mikillar ábyrgðar að fá áframhaldandi traust.

Hólmbert skoraði tvö mörk í níu leikjum í K-deildinni eftir að hann kom frá Preussen Münster í Þýskalandi síðasta sumar. Hann setur stefnuna á að láta meira að sér kveða í markaskorun á komandi ári.

Gwangju hafnaði í sjöunda sæti af tólf liðum í K-deildinni á liðnu tímabili. Í byrjun desember skoraði Hólmbert í bikarúrslitaleiknum en það dugði því miður ekki til þar sem Jeonbuk vann 2-1 eftir framlengdan leik.

Hólmbert er 32 ára gamall, uppalinn HK-ingur sem lék einnig fyrir Fram, KR og Stjörnuna hér á landi. Á atvinnumannaferlinum hefur hann spilað í Skotlandi, Danmörku, Noregi, Ítalíu, Þýskalandi og nú Suður-Kóreu.

Hann hefur leikið sex landsleiki fyrir Ísland en lék síðast í landsliðsbúningnum 2021.



Athugasemdir
banner
banner