Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 27. apríl 2021 10:22
Elvar Geir Magnússon
200 áhorfendur að hámarki þegar Pepsi Max-deildin fer af stað
Origo völlurinn, heimavöllur Íslandsmeistara Vals.
Origo völlurinn, heimavöllur Íslandsmeistara Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færri komast að en vilja þegar Pepsi Max-deild karla fer af stað á föstudagskvöld. Að hámarki er mögulegt að taka á móti 200 áhorfendum samkvæmt sóttvarnareglum.

Heimilt er að hafa að hámarki 100 áhorfendur í einu sóttvarnarhófli og að hámarki tvö sóttvarnarhólf. Börn fædd 2015 og síðar telja ekki með í fjöldatölu.

Allir áhorfendur þurfa að sitja í númeruðum sætum, bera andlitsgrímu og vera skráðir inn með nafni, símanúmeri og kennitölu.

Veitingasala er ekki heimil í hléi en koma þarf í veg fyrir hópamyndun fyrir viðburði, í hléi og eftir viðburð.

Valur og ÍA mætast í opnunarleik Pepsi Max-deildar karla á föstudaginn. Fyrsta umferð deildarinnar lítur svona út:

föstudagur 30. apríl
20:00 Valur-ÍA (Origo völlurinn)

laugardagur 1. maí
17:00 HK-KA (Kórinn)
19:15 Stjarnan-Leiknir R. (Samsungvöllurinn)
19:15 Fylkir-FH (Würth völlurinn)

sunnudagur 2. maí
19:15 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)
19:15 Víkingur R.-Keflavík (Víkingsvöllur)

Athugasemdir
banner
banner