Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 27. apríl 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Fram fær tvær frá Bandaríkjunum (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannah Jane Cade og Gianna Mattea Milaro hafa samið við Fram fyrir átökin í 2. deild kvenna í sumar.

„Hannah Jane Cade er 23 ára miðjumaður sem getur líka spilað á kantinum. Hún býr yfir mikilli boltatækni og sendingagetu, auk þess að vera með frábæran skotfót. Hannah hefur spilað síðustu ár með Iowa State háskólanum þar sem hún var algjör lykilmaður öll 4 árin sem hún var þar," segir á heimasíðu Fram.

„Gianna Mattea Milaro er 26 ára miðjumaður sem getur einnig spilað á kantinum. Hún býr yfir mikilli tækni, frábærri boltameðferð og góðri sendingagetu. Gianna spilaði með Purdue háskólanum þar sem hún var lykilmaður. Þaðan fór hún til Chicago City í eitt tímabil þar sem hún spilaði alla leiki. Nú síðast spilaði hún með Curtin háskólanum í Ástralíu."

„Báðar eru þær miklir leiðtogar á vellinum. Hvetjandi og drífandi, aggresífar og ákafar. Við væntum mikils af þessum tveimur leikmönnum og höfum fulla trú á að þær muni báðar blómstra hjá Fram í sumar og gegna stóru hlutverki við að láta markmið meistaraflokks kvenna rætast."

Athugasemdir
banner
banner