Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   þri 27. apríl 2021 14:00
Magnús Már Einarsson
Stækka EM hópana upp í 26 leikmenn
UEFA ætlar að leyfa landsliðum að hafa 26 leikmenn í leikmannahópi sínum á EM í sumar.

Hingað til hafa 23 leikmenn verið í hópnum hjá hverju liði líkt og hjá Íslandi á EM 2016.

Fjölgunin er gerð til að þjálfarar eigi fleiri möguleika í hópnum eftir erfitt keppnistímabil þar sem kóróuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn.

EInnig er fjölgað í hópnum til að lið geti brugðist við ef leikmenn smitast af kórónuveirunni á mótinu.

EM hefst 11. júní næstkomandi þegar Ítalía og Tyrkland mætast.
Athugasemdir