Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
banner
   sun 27. apríl 2025 22:25
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson var mjög svekktur eftir að liðið hans tapaði 5-0 í kvöld gegn KR á Avis-vellinum.


Lestu um leikinn: KR 5 -  0 ÍA

„Bara hræðilegt, þetta var bara alltof stórt tap. Mér fannst við klaufar í fyrri hálfleik. Mörkin sem við fáum á okkur í fyrri hálfleik eru af ódýrari gerðinni, svo vægt sé til orða tekið. Sagði Jón Þór.

„Svo er náttúrulega bara galin niðurstaða að spila hérna 90 mínútur án þess að skora mark. Við fáum hættulegar stöður trekk í trekk, sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar í leiknum. Þá erum við hreinlega bara að vaða í góðum stöðum sem annaðhvort skorti gæði í síðustu sendingunni til þess að gera okkur almennilegan mat úr því. Niðurstaðan er bara hræðileg og mjög slakt hjá okkur að þetta sé niðustaðan í leiknum vegna þess að við hefðum átt að gera miklu betur í leiknum. Bæði í vörn og sókn."

KR skorar fyrsta mark leiksins á 24. mínútu en fram að því hafði ÍA verið töluvert betra liðið. Eftir markið tók KR hinsvegar alveg yfir leikinn.

„Annar leikurinn í röð þar sem við byrjum rosalega vel, og svo fer bara alltof mikið loft úr okkur við að lenda undir og lenda í einhverju mótlæti í leiknum. Tennurnar eru bara dregnar úr okkur hægt og rólega eftir því sem líður á leikinn. Hvernig við endum hérna síðari hálfleikinn er auðvitað bara virkilega slakt. Við vinnum ekki návígi, tæklingar og getum ekki einu sinni brotið almennilega af okkur, ekki nokkurn skapaðan hlut. Þannig að því fór sem fór og við þurfum að rífa okkur heldur betur á lappir eftir þetta."

Staðan var orðin 3-0 eftir 64 mínútur en lokamínútur leiksins var eins og Skagamenn hættu einfaldlega og KR tók því fagnandi, og skoraði tvö mörk í viðbót á loka mínútunum.

„Það allavega leit þannig út, þeir fóru bara að sparka yfir pressuna okkar sem ætti öllu jafna bara að vera hið besta mál. En við vinnum enga bolta, og þá náttúrulega fer sem fer, við vinnum enga stöðu neinsstaðar hvorki varnarlega, né sóknarlega og þeir gengu á lagið. KR-ingarnir með gott sóknarlið og þú getur fengið á þig fimm mörk á móti þeim, en að hafa komist í gegnum þennan leik án þess að skora líka það er ótrúlegt."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner