Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 27. apríl 2025 22:25
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson var mjög svekktur eftir að liðið hans tapaði 5-0 í kvöld gegn KR á Avis-vellinum.


Lestu um leikinn: KR 5 -  0 ÍA

„Bara hræðilegt, þetta var bara alltof stórt tap. Mér fannst við klaufar í fyrri hálfleik. Mörkin sem við fáum á okkur í fyrri hálfleik eru af ódýrari gerðinni, svo vægt sé til orða tekið. Sagði Jón Þór.

„Svo er náttúrulega bara galin niðurstaða að spila hérna 90 mínútur án þess að skora mark. Við fáum hættulegar stöður trekk í trekk, sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar í leiknum. Þá erum við hreinlega bara að vaða í góðum stöðum sem annaðhvort skorti gæði í síðustu sendingunni til þess að gera okkur almennilegan mat úr því. Niðurstaðan er bara hræðileg og mjög slakt hjá okkur að þetta sé niðustaðan í leiknum vegna þess að við hefðum átt að gera miklu betur í leiknum. Bæði í vörn og sókn."

KR skorar fyrsta mark leiksins á 24. mínútu en fram að því hafði ÍA verið töluvert betra liðið. Eftir markið tók KR hinsvegar alveg yfir leikinn.

„Annar leikurinn í röð þar sem við byrjum rosalega vel, og svo fer bara alltof mikið loft úr okkur við að lenda undir og lenda í einhverju mótlæti í leiknum. Tennurnar eru bara dregnar úr okkur hægt og rólega eftir því sem líður á leikinn. Hvernig við endum hérna síðari hálfleikinn er auðvitað bara virkilega slakt. Við vinnum ekki návígi, tæklingar og getum ekki einu sinni brotið almennilega af okkur, ekki nokkurn skapaðan hlut. Þannig að því fór sem fór og við þurfum að rífa okkur heldur betur á lappir eftir þetta."

Staðan var orðin 3-0 eftir 64 mínútur en lokamínútur leiksins var eins og Skagamenn hættu einfaldlega og KR tók því fagnandi, og skoraði tvö mörk í viðbót á loka mínútunum.

„Það allavega leit þannig út, þeir fóru bara að sparka yfir pressuna okkar sem ætti öllu jafna bara að vera hið besta mál. En við vinnum enga bolta, og þá náttúrulega fer sem fer, við vinnum enga stöðu neinsstaðar hvorki varnarlega, né sóknarlega og þeir gengu á lagið. KR-ingarnir með gott sóknarlið og þú getur fengið á þig fimm mörk á móti þeim, en að hafa komist í gegnum þennan leik án þess að skora líka það er ótrúlegt."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner