Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
   sun 27. apríl 2025 12:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rudiger baðst afsökunar - Gæti fengið langt bann
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Antonio Rudiger, varnarmaður Real Madrid, gæti átt yfir höfði sér langt bann eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu í tapi liðsins gegn Barcelona í úrslitum spænska bikarsins í gær.

Real Madrid tapaði leiknum 3-2 eftir framlengingu en í uppbótatíma sauð uppúr og var Rudiger alveg trylltur og fékk rautt spjald.

Carlo Ancelotti var búinn að taka Rudiger af velli en varnarmaðurinn kastaði ísmolum í átt að dómaranum þegar Kylian Mbappe gerðist brotlegur undir lok leiksins.

Leikmenn Real reyndu að halda aftur af Rudiger sem reyndi að losa sig og gera sig líklegan til að hjóla í dómarann og kasta fleiri ísmolum.

Ef niðurstaðan er sú að talið sé að þessi hegðun falli undir 'vægt ofbeldi' gæti hann fengið 6-12 leikja bann. Hins vegar gæti þetta talist sem 'árás á dómara' sem gæti þýtt þriggja til sex mánaða bann.

Rudiger baðst afsökunar á hegðuninni sinni á Instagram.

„Það eru engar afsakanir fyrir gjörðum mínum. Ég gat ekki hjálpað liðinu mínu lengur og undir lokin gerði ég mistök. Ég vil biðja dómarann og aðra sem ég olli vonbrigðum afsökunar," skrifaði Rudiger meðal annars.

Jude Bellingham og Lucas Vazquez voru einnig reknir af velli undir lok leiksins.

Antonio Rüdiger apologizes for his behavior after yesterday’s match
byu/0711Markus insoccer

Athugasemdir
banner