Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fös 27. maí 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Víkingur mun mæta Levadia eða La Fiorita í undanúrslitum umspilsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Víkings taka í júní þátt í umspili fyrir forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Vegna lélegs árangurs íslenskra félagsliða í Evrópu komast Íslandsmeistararnir ekki beint í forkeppnina og þurfa að fara í þetta umspil.

Í apríl unnu Víkingar hlutkesti um að halda umspilið og verða leikirnir því spilaðir hér á landi. Leiknir eru tveir stakir undanúrslitaleikir og svo úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemst í forkeppnina.

Ljóst er að Víkingur mun taka á móti Levadia Tall­inn frá Eistlandi eða La Fio­rita frá San Marínó í undanúrslitinum. In­ter Club d'Escaldes frá Andorra leikur gegn hinu liðinu en dregið verður 7. júní.

Undanúrslitaleikirnir fara fram 21. júní og úrslitaleikurinn verður 24. júní á Víkingsvelli, heimavelli hamingjunnar.

Íslensk félagslið hafa hrapað niður styrkleikalistann hjá UEFA og nú er svo komið að við eigum bara þrjú Evrópusæti en ekki fjögur eins og áður.


Athugasemdir
banner
banner