Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 27. maí 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Víkingur mun mæta Levadia eða La Fiorita í undanúrslitum umspilsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Víkings taka í júní þátt í umspili fyrir forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Vegna lélegs árangurs íslenskra félagsliða í Evrópu komast Íslandsmeistararnir ekki beint í forkeppnina og þurfa að fara í þetta umspil.

Í apríl unnu Víkingar hlutkesti um að halda umspilið og verða leikirnir því spilaðir hér á landi. Leiknir eru tveir stakir undanúrslitaleikir og svo úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemst í forkeppnina.

Ljóst er að Víkingur mun taka á móti Levadia Tall­inn frá Eistlandi eða La Fio­rita frá San Marínó í undanúrslitinum. In­ter Club d'Escaldes frá Andorra leikur gegn hinu liðinu en dregið verður 7. júní.

Undanúrslitaleikirnir fara fram 21. júní og úrslitaleikurinn verður 24. júní á Víkingsvelli, heimavelli hamingjunnar.

Íslensk félagslið hafa hrapað niður styrkleikalistann hjá UEFA og nú er svo komið að við eigum bara þrjú Evrópusæti en ekki fjögur eins og áður.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner