Nú hefur verið flautað til hálfleiks í síðustu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar en hellingur hefur gengið á.
Dortmund þarf að vinna Mainz til að tryggja sér titilinn en fyrri hálfleikurinn hefur verið martröð fyrir liðið. Andreas Hanche-Olsen skallaði Mainz í forystu eftir hornspyrnu og fjórum mínútum síðar fékk Dortmund vítaspyrnu.
Sebastien Haller steig á punktinn en spyrnan var slök og varin. Stuttu eftir það versnaði útlitið fyrir þá gulklæddu en Karim Onisiwo tvöfaldaði þá forystuna. Gestirnir frá Mainz hafa verið að spila vel í fyrri hálfleiknum.
Adeyemi meiddist í fyrri hálfleiknum og kom Marco Reus inn í hans stað.
Á meðan er Bayern 1-0 yfir gegn Köln á útivelli þar sem Kingsley Coman gerði eina markið eftir stoðsendingu frá Leroy Sane. Það var svo Sane sem virtist vera tvöfalda forystuna en VAR dæmdi markið af vegna leikbrots.
Freiburg er yfir gegn Frankfurt sem þýðir að liðið er komið í Meistaradeildarsæti þar sem Union Berlin hefur ekki náð að skora gegn Werder Bremen hingað til. Þar er markalaust í hálfleik.
Í fallbaráttunni er Schalke að falla eins og staðan er núna en Stuttgart er á leiðinni í umspil og Augsburg og Bochum að bjarga sér. Þetta getur þó allt breyst með einu marki til eða frá.