Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   mán 27. maí 2024 12:10
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hefur sett sig í samband við De Zerbi
Roberto De Zerbi.
Roberto De Zerbi.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag stýrði United til sigurs í FA-bikarnum.
Erik ten Hag stýrði United til sigurs í FA-bikarnum.
Mynd: EPA
Roberto De Zerbi kemur til greina sem næsti stjóri Manchester United í stað Erik ten Hag en talið er líklegt að Hollendingurinn verði rekinn.

Guardian segir að Sir Jim Ratcliffe, einn eigandi United, sé hrifinn af ítalska stjóranum sem aðhyllist skemmtilegan fótbolta og kom Brighton í Evrópukeppni á síðasta ári.

Sagt er að United hafi sett sig í samband við De Zerbi en hann lét af störfum sem stjóri Brighton eftir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Erik ten Hag lét engan bilbug á sér finna eftir að hafa unnið enska bikarinn, FA Cup, um helgina.

„Tveir titlar á tveimur árum og þrír úrslitaleikir, ekki slæmt. Ef þeir vilja mig ekki fer ég eitthvað annað og vinn titla, það er það sem ég geri," sagði Ten Hag eftir leikinn.

„Þegar ég tók við var allt í rugli. Liðið hefur ekki spilað marga úrslitaleiki undanfarinn áratug, ekki unnið marga titla og ekki margir ungir og spennandi leikmenn komið upp."

Thomas Tuchel fyrrum stjóri Chelsea og Bayern München hefur hingað til verið talinn líklegastur sem næsti stjóri United en Ratcliffe ku vera hrifinn af nokkrum kostum.
Athugasemdir
banner
banner
banner