Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 27. júní 2020 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Englendingarnir „stressaðir og skelfingu lostnir"
Fjögur ár frá kvöldinu magnaða í Nice
Icelandair
Birkir í leiknum gegn Englandi.
Birkir í leiknum gegn Englandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eintóm gleði eftir leik.
Eintóm gleði eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag eru liðin fjögur ár frá magnaðasta sigri í íslenskri fótboltasögu þegar Ísland vann 2-1 sigur á Englandi í 16-liða úrslitunum á Evrópumótinu í Frakklandi.

Smelltu hérna til að lesa ítarlega upprifjun um leikinn.

The Guardian birtir brot úr nýrri bók sem verið er að gefa út. Bókin fjallar um afrek íslenska fótboltalandsliðsins og ber heitið Against the Elements, The Eruption of Icelandic Football.

Viðtal er við Birki Má Sævarsson, sem lék í bakverði í leiknum gegn Englandi.

„Ég var ekki stressaður," segir Birkir. „Það eru alltaf fiðrildi í maganum, en ég hlakkaði til. Við vorum að skrifa söguna, til hvers að vera stressaður?"

„Fyrir leikinn fengum við skýr skilaboð frá þjálfurunum okkar: Englendingar voru ofmetnir. Það snerist ekki um að vanvirða Englendinga; við vissum að þeir væru með góða leikmenn. En Lars og Heimir fengu okkur til að trúa því að sem lið, þá værum við eins góðir. Englendingar voru með stjörnuleikmenn, en við vorum með betra lið."

„Lars hellti olíu þegar hann sagði okkur að Roy Hodgson hefði ekki komið á Stade de France til að sjá síðasta leik okkar í riðlakeppninni, hann hefði þess í stað farið í siglingu. Við notuðum það klárlega sem hvatningu."

Ísland byrjaði leikinn ekki vel og lenti undir þegar Wayne Rooney skoraði úr vítaspyrnu, en okkar menn voru fljótir að snúa leiknum sér í vil.

„Við sáum það í augum ensku leikmannana að þeir voru stressaðir og skelfingu lostnir. 'Hvað munu enskir fjölmiðlar segja um okkur ef við töpum fyrir Íslandi?' Það voru þeir líklega að hugsa. Fyrstu 80 mínúturnar í Nice voru þær auðveldustu í mótinu. Allt gekk fullkomlega upp. Mér fannst England aldrei líklegt til að skora og það er stórkostleg tilfinning. Við sköpuðum fleiri færi; ég fékk meira að segja færi með mínum mikilfengna vinstri fæti."

Birkir kemur inn á það að Marcus Rashford hafi sprengt upp leikinn þegar hann kom inn á er tíu mínútur voru eftir. Hlutirnir hefðu kannski farið öðruvísi ef hann hefði komið inn á tíu mínútum fyrr, en svo var ekki. „Ég mun aldrei gleyma Evrópumótinu," segir Birkir Már.


Athugasemdir
banner
banner