Chelsea íhugar að blanda sér í baráttuna við Tottenham um að fá Richarlison í sínar raðir frá Everton. Frá þessu greinir Sky Sports.
Romelu Lukaku er á leið frá Chelsea til Inter Milan og skoðar Chelsea að taka Richarlison inn í staðinn. Lukaku á að lenda í Milan á miðvikudag til að ganga frá lánssamningi við Inter.
Romelu Lukaku er á leið frá Chelsea til Inter Milan og skoðar Chelsea að taka Richarlison inn í staðinn. Lukaku á að lenda í Milan á miðvikudag til að ganga frá lánssamningi við Inter.
Everton á von á tilboði frá Tottenham. Sky Sports greinir frá því að Tottenham gæti reynt að fá bæði Richarlison og Anthony Gordon í sínar raðir.
Chelsea er með nokkra aðra möguleika fyrir utan Richarlison sem félagið er líka að skoða.
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, horfir einnig til þeirra Raheem Sterling hjá Manchester City og Ousmane Dembele hjá Barcelona til að styrkja sóknarlínuna.
Þá ætlar Tuchel að fá inn tvo miðverði í sumar þar sem bæði Antonio Rudiger og Andreas Christensen hafa yfirgefið herbúðir félagsins. Matthijs de Ligt hjá Juventus er annar þeirra og Nathan Ake, fyrrum leikmaður Chelsea og nú leikmaður Manchester City, er einnig á blaði sem og Jules Kounde hjá Sevilla.
Athugasemdir