Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 27. júlí 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haaland: Vona að það sé ekkert til í þessu
Haaland
Haaland
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland, framherji Dortmund, segist vona að Chelsea sé ekki að undirbúa 150 milljón punda í sig í sumar.

Haaland er sagður efstur á lista hjá Chelsea þegar kemur að því að fá inn nýjan framherja. Haaland gekk í raðir Dortmund í janúar í fyrra frá RB Salzburg og hefur raðað inn mörkum fyrir þýska félagið. Talað er um að riftunarákvæði sé í samningi Haaland sem taki gildi næsta sumar.

Haaland var spurður út í þessar sögusagnir um áhuga Chelsea í viðtali. „Ég á þrjú ár eftir af samningnum sem er langur tími, ég hef ekki mikið um þetta að segja. Ég hafði ekki talað við umboðsmann minn í mánuð áður en ég talaði við hann í gær. Þið kannski vitið svarið, ég pæli ekkert mikið í þessu," sagði Haaland sem staddur er í æfingabúðum í Sviss með Dortmund.

„Þetta er mikill peningur fyrir einn einstakling. Ég vona að það sé ekkert til í þessu ef ég á að vera hreinskilinn."

Mino Raiola er umboðsmaður Haaland sem er 21 árs Norðmaður. Framherjinn hefur skorað 57 mörk í 59 leikjum fyrir Dortmund í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner