Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. júlí 2022 19:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vill sjá Simeone þjálfa á Englandi - „Lærði margt af honum"
Mynd: Getty Images

Diego Simeone stjóri Atletico Madrid á Spáni hefur gert góða hluti með liðið. Hann tók við liðinu árið 2011 og hefur unnið deildina tvisvar, spænska bikarinn einu sinni og Evrópudeildina tvisvar.


Þá hefur liðið tvisvar komist í úrslit Meistaradeildarinnar.

Það er ekki algengt að Englendingar spili á Spáni er Kieran Trippier sló til og gekk til liðs við Atletico árið 2019 frá Tottenham áður en hann snéri aftur í úrvalsdeildina til að spila með Newcastle.

Trippier myndi gjarnan vilja sjá Simeone í úrvalsdeildinni.

„Því mér finnst hann magnaður, Simone var frábær með mér. Hann vissi hvernig ég spilaði, hann breytti leiknum mínum varnarlega, ég lærði svo margt af honum."

„Hann er frábær maður á mann. Við bjuggum á stað sem heitir La Finca í Madrid. Maður sá hann á röltinu og reyndi að spjalla, konan hans talar fullkomna ensku. Gæti hann þjálfað á Englandi einn daginn? Ég myndi elska að sjá það. Hann verður að tala reiprennandi ensku því hann vill koma skilaboðunum sínum á framfæri. Ef hann gæti það ekki yrði hann æstur og svekktur," sagði Trippier.


Athugasemdir
banner