
„Heilt yfir var þetta kaflaskiptur leikur. Við byrjum betur og skorum fyrsta markið. Ægir tekur svo yfir og við skorum gegn gangi leiksins. Svekkjandi að ná ekki halda tveggja marka forystu inn í hálfleik. Heilt yfir voru Ægismenn sterkari en við í dag." Segir Ian Jeffs þjálfari Þróttar eftir 2-2 jafntefli gegn Ægi.
Lestu um leikinn: Ægir 2 - 2 Þróttur R.
„Frá 15. mínutu til 80. mínutu voru Ægir sterkari en við vorum undirbúnir fyrir þetta. Þeir unnu okkur 3-0 hérna í fyrra og við sýnum að við erum komnir aðeins lengra og við virðum stigið á erfiðum útivelli."
Nú er kominn smá tími síðan að Þróttur vann síðast leik en það gerðist síðast í seinasta mánuði.
„Við höfum verið óheppnir. Það hafa verið leikir þar sem við höfum verið miklu betri en ekki náð að vinna. Í dag voru Ægir sterkari en við en við náum stigi. Við erum að safna stigum og reyna að halda okkur í deildinni."
í fallbaráttunni er næsti leikur afar mikilvægur enda er hann gegn Njarðvík sem er í fallsæti.
„Maður stefnir alltaf á 3 stig en það gengur ekki alltaf. Við reynum að vinna okkar heimaleiki. Njarðvík er með gott lið en það hefur ekki gengið vel hjá þeim í sumar."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir