Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 27. ágúst 2023 21:57
Þorsteinn Haukur Harðarson
Óskar Hrafn: Enginn haft áhuga á að rétta okkur hjálparhönd
Óskar á hliðarlínunni í kvöld.
Óskar á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég veit ekkert af hverju skýrslan kom seint, það hlýtur að vera bilun í tölvukerfinu. Það hefur komið fyrir áður í sumar hjá öðrum liðum. Við ákváðum að eyða meiri tíma á Kópavogsvelli heldur en hér og engin dýpri pæling á bakvið það," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um það hversu seint liðið mætti til leiks gegn Víkingum í 5-3 tapi í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Breiðablik

Ýmsar slúðursögur voru í gangi fyrir leik um að Blikar myndu hreinlega ekki mæta til leiks. Er það rétt? "Nei ekki svo ég viti."

Næst ræddum við um leikinn. "Mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. Við áttum að fá meira út úr honum. En auðvitað bara vel gert hjá Víkingum að klára þetta. Þeir eru að verða Íslandsmeistarar og ég óska þeim til hamingju með það," segir Óskar og bætir við.

"Við erum hinsvegar að keyra aðra leið á annari ferð þetta sumarið og við þurfum að sætta okkur við það að við sækjum ekki Íslandsmeistaratitilinn þetta árið. En við höfum svosem aðra stóra hluti til að berjast fyrir."

Næst var Óskar spurður hvað honum þætti um þá staðreynd að liðið hafi ekki fengið leiknum frestað vegna mikilvægi leiksins í Evrópukeppninni á fimmtudag. "No comment. Ég nenni ekki að tala um þetta. Það er tilgangslaust. Það er enginn sem hefur haft áhuga á því að rétta okkur hjálparhönd og það er tilgangslaust að tala um það. Það skiptir engu máli úr þessu"

Þá talar Óskar um að seinni leikurinn gegn Struga á fimmtudag sé líklega hans stærsti leikur á ferlinum "Já ég myndi halda það. Þó maður reyni kannski að tala niður mikilvægið og halda spennustiginu réttu þá held ég að það sé erfitt að neita því að hann sé að minnsta kosti með þeim stærstu."


Athugasemdir
banner