Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 27. ágúst 2023 21:57
Þorsteinn Haukur Harðarson
Óskar Hrafn: Enginn haft áhuga á að rétta okkur hjálparhönd
Óskar á hliðarlínunni í kvöld.
Óskar á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég veit ekkert af hverju skýrslan kom seint, það hlýtur að vera bilun í tölvukerfinu. Það hefur komið fyrir áður í sumar hjá öðrum liðum. Við ákváðum að eyða meiri tíma á Kópavogsvelli heldur en hér og engin dýpri pæling á bakvið það," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um það hversu seint liðið mætti til leiks gegn Víkingum í 5-3 tapi í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Breiðablik

Ýmsar slúðursögur voru í gangi fyrir leik um að Blikar myndu hreinlega ekki mæta til leiks. Er það rétt? "Nei ekki svo ég viti."

Næst ræddum við um leikinn. "Mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. Við áttum að fá meira út úr honum. En auðvitað bara vel gert hjá Víkingum að klára þetta. Þeir eru að verða Íslandsmeistarar og ég óska þeim til hamingju með það," segir Óskar og bætir við.

"Við erum hinsvegar að keyra aðra leið á annari ferð þetta sumarið og við þurfum að sætta okkur við það að við sækjum ekki Íslandsmeistaratitilinn þetta árið. En við höfum svosem aðra stóra hluti til að berjast fyrir."

Næst var Óskar spurður hvað honum þætti um þá staðreynd að liðið hafi ekki fengið leiknum frestað vegna mikilvægi leiksins í Evrópukeppninni á fimmtudag. "No comment. Ég nenni ekki að tala um þetta. Það er tilgangslaust. Það er enginn sem hefur haft áhuga á því að rétta okkur hjálparhönd og það er tilgangslaust að tala um það. Það skiptir engu máli úr þessu"

Þá talar Óskar um að seinni leikurinn gegn Struga á fimmtudag sé líklega hans stærsti leikur á ferlinum "Já ég myndi halda það. Þó maður reyni kannski að tala niður mikilvægið og halda spennustiginu réttu þá held ég að það sé erfitt að neita því að hann sé að minnsta kosti með þeim stærstu."


Athugasemdir
banner