Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   sun 27. ágúst 2023 21:57
Þorsteinn Haukur Harðarson
Óskar Hrafn: Enginn haft áhuga á að rétta okkur hjálparhönd
Óskar á hliðarlínunni í kvöld.
Óskar á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég veit ekkert af hverju skýrslan kom seint, það hlýtur að vera bilun í tölvukerfinu. Það hefur komið fyrir áður í sumar hjá öðrum liðum. Við ákváðum að eyða meiri tíma á Kópavogsvelli heldur en hér og engin dýpri pæling á bakvið það," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um það hversu seint liðið mætti til leiks gegn Víkingum í 5-3 tapi í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Breiðablik

Ýmsar slúðursögur voru í gangi fyrir leik um að Blikar myndu hreinlega ekki mæta til leiks. Er það rétt? "Nei ekki svo ég viti."

Næst ræddum við um leikinn. "Mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. Við áttum að fá meira út úr honum. En auðvitað bara vel gert hjá Víkingum að klára þetta. Þeir eru að verða Íslandsmeistarar og ég óska þeim til hamingju með það," segir Óskar og bætir við.

"Við erum hinsvegar að keyra aðra leið á annari ferð þetta sumarið og við þurfum að sætta okkur við það að við sækjum ekki Íslandsmeistaratitilinn þetta árið. En við höfum svosem aðra stóra hluti til að berjast fyrir."

Næst var Óskar spurður hvað honum þætti um þá staðreynd að liðið hafi ekki fengið leiknum frestað vegna mikilvægi leiksins í Evrópukeppninni á fimmtudag. "No comment. Ég nenni ekki að tala um þetta. Það er tilgangslaust. Það er enginn sem hefur haft áhuga á því að rétta okkur hjálparhönd og það er tilgangslaust að tala um það. Það skiptir engu máli úr þessu"

Þá talar Óskar um að seinni leikurinn gegn Struga á fimmtudag sé líklega hans stærsti leikur á ferlinum "Já ég myndi halda það. Þó maður reyni kannski að tala niður mikilvægið og halda spennustiginu réttu þá held ég að það sé erfitt að neita því að hann sé að minnsta kosti með þeim stærstu."


Athugasemdir
banner
banner