Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 27. ágúst 2023 21:57
Þorsteinn Haukur Harðarson
Óskar Hrafn: Enginn haft áhuga á að rétta okkur hjálparhönd
Óskar á hliðarlínunni í kvöld.
Óskar á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég veit ekkert af hverju skýrslan kom seint, það hlýtur að vera bilun í tölvukerfinu. Það hefur komið fyrir áður í sumar hjá öðrum liðum. Við ákváðum að eyða meiri tíma á Kópavogsvelli heldur en hér og engin dýpri pæling á bakvið það," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um það hversu seint liðið mætti til leiks gegn Víkingum í 5-3 tapi í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Breiðablik

Ýmsar slúðursögur voru í gangi fyrir leik um að Blikar myndu hreinlega ekki mæta til leiks. Er það rétt? "Nei ekki svo ég viti."

Næst ræddum við um leikinn. "Mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. Við áttum að fá meira út úr honum. En auðvitað bara vel gert hjá Víkingum að klára þetta. Þeir eru að verða Íslandsmeistarar og ég óska þeim til hamingju með það," segir Óskar og bætir við.

"Við erum hinsvegar að keyra aðra leið á annari ferð þetta sumarið og við þurfum að sætta okkur við það að við sækjum ekki Íslandsmeistaratitilinn þetta árið. En við höfum svosem aðra stóra hluti til að berjast fyrir."

Næst var Óskar spurður hvað honum þætti um þá staðreynd að liðið hafi ekki fengið leiknum frestað vegna mikilvægi leiksins í Evrópukeppninni á fimmtudag. "No comment. Ég nenni ekki að tala um þetta. Það er tilgangslaust. Það er enginn sem hefur haft áhuga á því að rétta okkur hjálparhönd og það er tilgangslaust að tala um það. Það skiptir engu máli úr þessu"

Þá talar Óskar um að seinni leikurinn gegn Struga á fimmtudag sé líklega hans stærsti leikur á ferlinum "Já ég myndi halda það. Þó maður reyni kannski að tala niður mikilvægið og halda spennustiginu réttu þá held ég að það sé erfitt að neita því að hann sé að minnsta kosti með þeim stærstu."


Athugasemdir
banner
banner