Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
   sun 27. ágúst 2023 21:57
Þorsteinn Haukur Harðarson
Óskar Hrafn: Enginn haft áhuga á að rétta okkur hjálparhönd
Óskar á hliðarlínunni í kvöld.
Óskar á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég veit ekkert af hverju skýrslan kom seint, það hlýtur að vera bilun í tölvukerfinu. Það hefur komið fyrir áður í sumar hjá öðrum liðum. Við ákváðum að eyða meiri tíma á Kópavogsvelli heldur en hér og engin dýpri pæling á bakvið það," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um það hversu seint liðið mætti til leiks gegn Víkingum í 5-3 tapi í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Breiðablik

Ýmsar slúðursögur voru í gangi fyrir leik um að Blikar myndu hreinlega ekki mæta til leiks. Er það rétt? "Nei ekki svo ég viti."

Næst ræddum við um leikinn. "Mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. Við áttum að fá meira út úr honum. En auðvitað bara vel gert hjá Víkingum að klára þetta. Þeir eru að verða Íslandsmeistarar og ég óska þeim til hamingju með það," segir Óskar og bætir við.

"Við erum hinsvegar að keyra aðra leið á annari ferð þetta sumarið og við þurfum að sætta okkur við það að við sækjum ekki Íslandsmeistaratitilinn þetta árið. En við höfum svosem aðra stóra hluti til að berjast fyrir."

Næst var Óskar spurður hvað honum þætti um þá staðreynd að liðið hafi ekki fengið leiknum frestað vegna mikilvægi leiksins í Evrópukeppninni á fimmtudag. "No comment. Ég nenni ekki að tala um þetta. Það er tilgangslaust. Það er enginn sem hefur haft áhuga á því að rétta okkur hjálparhönd og það er tilgangslaust að tala um það. Það skiptir engu máli úr þessu"

Þá talar Óskar um að seinni leikurinn gegn Struga á fimmtudag sé líklega hans stærsti leikur á ferlinum "Já ég myndi halda það. Þó maður reyni kannski að tala niður mikilvægið og halda spennustiginu réttu þá held ég að það sé erfitt að neita því að hann sé að minnsta kosti með þeim stærstu."


Athugasemdir
banner
banner