Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 27. ágúst 2024 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sex Íslendingalið í enska deildabikarnum
Alfons Sampsted og félagar í Birmingham taka á móti Fulham í kvöld.
Alfons Sampsted og félagar í Birmingham taka á móti Fulham í kvöld.
Mynd: Birmingham City
Jason Daði mætir Sheffield Wednesday.
Jason Daði mætir Sheffield Wednesday.
Mynd: Grimsby
64-liða úrslit enska deildabikarsins fara fram í vikunni; spilað er í kvöld og annað kvöld. Fimm Íslendingalið verða í eldlínunni í kvöld og eitt annað kvöld.

Lið úr ensku úrvalsdeildinni mæta til leiks í þessari umferð, en þau sem taka þátt í Evrópukeppnum sitja sjálfkrafa hjá þangað til í næstu umferð.

Arnór Sigurðsson var hetja Blackburn um liðna helgi þar sem hann skoraði sigurmarkið. Blackburn mætir Blackpool á heimavelli í kvöld.

Jason Daði Svanþórsson sneri til baka eftir meiðsli í síðasta leik hjá Grimsby sem tekur á móti Sheffield Wednesday í kvöld.

Stefán Teitur Þórðarson hefur byrjað þrjá af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins með Preston sem heimsækir Harrogate í kvöld.

Guðlaugur Victor Pálsson hefur ekki verið með Plymouth í síðustu leikjum vegna meiðsla. Plymouth heimsækir Watford í kvöld.

Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted, leikmenn Birmingham, mæta Fulham á heimavelli í kvöld. Birmingham hefur farið vel af stað í C-deildinni. Liðið er með sjö stig eftir fyrstu þrjá leikina.

Annað kvöld þreytir svo Hákon Rafn Valdimarsson vonandi frumraun sína með Brentford þegar liðið heimsækir Colchester.

Tveir úrvalsdeildarslagir eru í þessari umferð og fara þeir báðir fram annað kvöld. West Ham tekur á móti Bournemouth og Newcastle sækir Nottingham Forest heim.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner