Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   þri 27. ágúst 2024 17:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Blikar ekki lengur að elta - „Það voru alvöru próf og menn stóðust þau virkilega vel"
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar hafa verið á góðu skriði; hafa unnið þrjá síðustu leiki og tekið sextán stig úr síðustu sex leikjum.
Blikar hafa verið á góðu skriði; hafa unnið þrjá síðustu leiki og tekið sextán stig úr síðustu sex leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafa oft þurft að fara út á völl eftir að Víkingur hefur fagnað sigri í sömu umferð.
Hafa oft þurft að fara út á völl eftir að Víkingur hefur fagnað sigri í sömu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Það er hægt að segja að við séum með þetta í okkar höndum, en það er mjög mikið eftir af þessu'
'Það er hægt að segja að við séum með þetta í okkar höndum, en það er mjög mikið eftir af þessu'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Það var meistarabragur á þessum sigri, það var einhver ára yfir þessu. Að hafa náð að klára þetta á móti svona sterku liði eins og ÍA, trú mín á Blikum fór töluvert mikið upp eftir þennan leik," sagði Haraldur Örn Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net, í Innkastinu þar sem leikir 20. umferðarinnar í Bestu deildinni voru til umræðu. Þáttinn má nálgast í spilaranum hér neðst og á öllum hlaðvarpsveitum.

Breiðablik komst á toppinn í fyrsta skiptið síðan í 2. umferð með sigrinum á ÍA. Leikurinn fór fram á ELKEM vellinum á Akranesi á sunnudag og kom Breiðablik til baka, liðið skoraði tvö mörk seint í leiknum og tryggði sér sigur.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Breiðablik

Verið í því að elta
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í mikilvægi sigursins. Að komast á toppinn, eruð þið að spá mikið í því að vera komnir þangað núna?

„Nei, alls ekki. Við erum bara með okkar markmið í stigasöfnun og hvar við viljum vera í deildinni þegar komið er inn í úrslitakeppnina."

„Það er auðvitað þannig að við höfum verið 1-2 leikjum á eftir Víkingum í svolítið langan tíma. Einhvern veginn hefur deildin raðast þannig að við erum nánast alltaf að spila á eftir Víkingi; held að við höfðum einu sinni spilað á undan þeim, tvisvar sinnum við Víking og einu sinni á sama tíma. Leikurinn gegn ÍA var svo í annað sinn sem við spilum á undan þeim í sumar."

„Mig minnir að þeir hafi tvisvar sinnum misstigið sig þegar þeir hafa spilað á undan og við náðum ekki að grípa sénsinn að jafna þá eða komast yfir þá. Þetta hefur annars verið þannig að þeir hafa komist 6-9 stigum á undan okkur, þá hefur staðan bara verið þannig að við höfum þurft að vinna til að vera með í mótinu. Það próf, að þurfa að vinna til að halda sér í baráttunni, er ekkert minna en það að komast á toppinn, eiginlega jafnvel ennþá stærra próf. Við höfum staðist það próf í hvert einasta skipti,"
segir Dóri.

„Eins mikil klisja og það er þá höfum við reynt að fara inn í alla leiki til að vinna þá og vera svo á þeim stað að vera ekki of langt frá þeim þegar við svo myndum verða með jafn marga leiki spilaða. Á endanum vinnum við leikinn sem við áttum til góða, næst vinnum við svo leik og þeir tapa og þá er allt orðið jafnt. Í fyrsta skiptið í sumar erum við svo með leik meira en þeir."

„Auðvitað er þetta stór sigur fyrir okkur. Höskuldur stendur á vítapunktinum á 96. mínútu, og það eru þúsund hlutir sem fara í gegnum hausinn á honum. Ef hann skorar þá er Breiðablik með þriggja stiga forskot á toppnum."
Fyrirliðinn skoraði úr vítaspyrnunni og bætti við tveimur stigum á töfluna fyrir Blika með því marki.

„Mér finnst menn hafa höndlað þetta allt saman vel. Auðvitað eru fullt af leikjum þar sem við teljum að við hefðum getað spilað betur, stig sem hafa farið í súginn, en heilt yfir er stigasöfnunin mjög ásættanleg og jafnvel betri en það. Það er samt hellingur eftir af þessu og við þurfum að passa okkur á því að fara ekki fram úr okkur og halda áfram að sigla inn þessum sigrum."

Var síðasti leikur stærsta prófið?
Dóri nefnir prófin sem Blikar stóðust þegar þeir voru að elta Víking. Hann segir að þau hafi verið jafnvel stærri en að komast á toppinn. Dóri var því spurður hvort hann hafi horft á leikinn á Akranesi sem stærsta prófið til þessa.

„Nei, alls ekki. Ef þú ætlar að setja sjálfan þig eða einhverja aðra í próf, og skilgreina hvað sé próf eða ekki, þá er ekki bara hægt að segja að það sé próf þegar þú tapar eða gerir jafntefli. Í öll þessi skipti þar sem við vorum að spila á eftir Víkingi, mættum inn í klefa og sáum Víking vinna sinn leik, munurinn var þá 6-9 stig, þá var staðan þannig að þú verður að vinna til að halda þér inn í baráttunni. Fyrir mér voru það alvöru próf og menn stóðust þau virkilega vel."

„Auðvitað getum við horft á leikinn gegn ÍA sem próf, og þetta var að einhverju leyti yfirlýsing að grípa þetta tækifæri; bjóða Víkingum upp á að þurfa elta okkur. Núna snýst þetta við, þeir eru með leik færra en við sem er öfugt við það hverig tímabilið spilaðist. Það er hægt að segja að við séum með þetta í okkar höndum, en það er mjög mikið eftir af þessu,"
segir Dóri.

Toppbaráttan ætti að verða ansi hörð, en Blikar hafa það á Víking að vera þremur stigum á undan og framundan hjá Víkingi eru töluvert fleiri leikir þar sem liðið er á leið í bikarúrslit og leikir í Sambandsdeildinni. Skemmtilegir leikir að spila og gætu tekið athyglina frá Bestu deildinni.

Viðtal við Dóra sem tekið var beint eftir sigurinn á Akranesi má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Dóri Árna: Þurftum að leysa leikinn aðeins upp
Innkastið - Blikar mættir á toppinn og spenna á öllum vígstöðvum
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner