Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   þri 27. ágúst 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hákon Rafn spilar vonandi fyrsta leikinn annað kvöld
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson þreytir vonandi frumraun sína með enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford annað kvöld þegar liðið mætir Colchester í enska deildabikarnum.

Hákon gekk í raðir Brentford í janúar síðastliðnum eftir að hafa verið besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar.

Hann hefur hingað til þurft að bíða þolinmóður eftir tækifærinu en Hollendingurinn Mark Flekken er aðalmarkvörður liðsins.

„Ég var að skoða þetta um daginn og Frankarinn (Thomas Frank) notar vanalega varamarkvörð í bikarnum," sagði Jóhann Páll Ástvaldsson í Enski boltinn hlaðvarpinu í gær.

Vonandi fær Hákon tækifærið á morgun en hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Ten Hag tíminn, Noni í stuði og Guardiolabolti í Liverpool
Athugasemdir
banner
banner