Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 18:05
Ívan Guðjón Baldursson
James Justin til Leeds (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Leeds United er búið að ganga frá kaupum á bakverðinum James Justin sem kemur úr röðum Leicester City.

Nýliðar Leeds borga aðeins 10 milljónir punda til að kaupa Justin í sínar raðir, en hann átti ekki nema eitt ár eftir af samningi sínum við Leicester og vildi ekki skrifa undir framlengingu.

Justin er 27 ára gamall og var staðráðinn í að ganga til liðs við Leeds þrátt fyrir áhuga frá öðrum úrvalsdeildarfélögum.

Hann lék 169 leiki á sex árum hjá Leicester og var meðal bestu leikmanna liðsins sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Justin er fjölhæfur þar sem hann er hægri bakvörður að upplagi en getur einnig spilað á kantinum eða sem vinstri bakvörður.

Hann er tíundi leikmaðurinn sem Leeds fær til sín í sumar, fyrir rétt rúmlega 100 milljónir punda í heildina.

Justin er með einn A-landsleik að baki fyrir England.

   25.08.2025 07:00
Leeds nær samkomulagi við Leicester



Athugasemdir
banner
banner
banner