Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 14:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var búinn að hugsa að Valur myndi taka Fatai
Fatai eftir að Vestri varð bikarmeistari.
Fatai eftir að Vestri varð bikarmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Nígeríski miðjumaðurinn Fatai Gbadamosi var að venju stórfenglegur þegar Vestri lagði Val að velli í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli síðasta föstudag.

Fatai hefur verið einn besti djúpi miðjumaður Bestu deildarinnar í sumar en hann skrifaði nýverið undir nýjan samning við Vestra sem voru geggjuð tíðindi fyrir félagið.

„Það er rosalega stórt strákar," sagði Valur Gunnarsson þegar rætt var um nýjan samning Fatai í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Ég hugsaði 'Valur hlýtur að taka Fatai'. Ef þá vantar einhvern leikmann þá er það Fatai. Ég var með það í hausnum en svo skrifar hann undir nýjan samning og það er risastórt fyrir Vestra."

Fatai er djúpur miðjumaður sem kom fyrst til Íslands og spilaði með Kórdrengjum tímabilið 2021. Hann fór svo í Vestra þegar Davíð Smári Lamude tók við liðinu fyrir tímabilið 2023.

Útvarpsþátturinn - Himnaríki Vestra og helvíti Vals
Athugasemdir
banner