Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 15:09
Elvar Geir Magnússon
Býst við því að Wissa verði áfram hjá Brentford
Mynd: EPA
Keith Andrews, stjóri Brentford, segist búast fastlega við því að Yoane Wissa verði áfram hjá félaginu eftir að glugganum verður lokað eftir viku.

Tveimur tilboðum Newcastle í þennan 28 ára gamla sóknarmann hefur verið hafnað en það seinna var upp á 40 milljónir punda.

Í síðustu viku eyddi Wissa öllum tengslum við Brentford af samfélagsmiðlum sínum. Hann er kominn aftur til æfinga hjá félaginu en hefur ekki komið við sögu í fyrstu tveimur deildarleikjum tímabilsins.

Þá verður hann ekki í hópnum gegn Bournemouth í deildabikarnum á þriðjudag.

„Það sem er í gangi varðandi Wissa er eitthvað sem er í gangi hjá félögum um allt land. Ég býst við því að Wissa verði áfram leikmaður Brentford næsta þriðjudag," segir Andrews.

Wissa hefur skorað 49 mörk í 149 leikjum fyrir Brentford og Andrews sagðist alltaf meðvitaður um að önnur félög myndu sýna honum áhuga í sumar.
Athugasemdir
banner
banner