Tottenham gerði um liðna helgi 70 milljón evra tilboð í Nico Paz, leikmann Como á Ítalíu. Því tilboði var hafnað.
Þetta er afar erfiður eltingarleikur fyrir Tottenham þar sem Real Madrid getur keypt Paz frá Como á algjöru grínverði.
Þetta er afar erfiður eltingarleikur fyrir Tottenham þar sem Real Madrid getur keypt Paz frá Como á algjöru grínverði.
Paz er tvítugur sóknarsinnaður miðjumaður. Hann gekk til liðs við Como frá Real Madrid í fyrra og hefur hann heillað mikið með ítalska félaginu.
Í samningi hans hjá Como er hins vegar ákvæði um að Real Madrid geti keypt hann á 10 milljónir evra næsta sumar. Ef Madrídingar kaupa hann ekki þá fær félagið 50 prósent af næsta söluverði hans.
Fabrizio Romano segir að Real Madrid sé tilbúið að borga Como meira en 10 milljónir evra til þess að halda jákvæðu sambandi við ítalska félagið.
Það er líklegasta niðurstaðan að hann muni snúa aftur til Real Madrid á næsta ári en leikmaðurinn sjálfur er sagður spenntur fyrir því.
Athugasemdir