Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fulham býst við tilboði í Pereira
Andreas Pereira.
Andreas Pereira.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham býst við að fá tilboð í miðjumanninn Andreas Pereira áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Palmeiras frá Brasilíu hefur sýnt honum áhuga og Fulham býst við tilboði þaðan.

Hinn 29 ára gamli Pereira er sagður mjög áhugasamur um að fara heim til Brasilíu.

Pereira á eitt ár eftir af samningi sínum við Fulham en það er framlengingarákvæði í samningnum um eitt ár.

Pereira hefur spilað tíu landsleiki fyrir Brasilíu en hann lék áður fyrir Manchester United.
Athugasemdir
banner