Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Vonandi kemst hann í myndatöku í dag eða á morgun"
Vuk hefur skorað níu mörk í deildinni.
Vuk hefur skorað níu mörk í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vuk Oskar Dimitrijevic, markahæsti leikmaður Fram á tímabilinu, var ekki í leikmannahópi liðsins gegn KA í gær. Vuk var á bekknum gegn KR í leiknum á undan, var þar sem uppfylling á bekknum.

Fótbolti.net ræddi við Rúnar í dag um stöðuna á sóknarmanninum.

„Það er engin staðfest niðurstaða hvað það er sem er að hrjá hann, en hann er með eymsli í nára. Batinn er mjög hægur, hann var ekki klár í KR leikinn og var ekki í hóp núna vegna meiðslanna. Vonandi kemst hann í myndatöku í dag eða á morgun."

„Hann er búinn að vera í meðhöndlun, sjúkraþjálfari og læknir búnir að kíkja á hann. Myndataka er svo næsta skref,"
segir Rúnar.

Á meðan Vuk er ekki klár, líður þér þá eins og þið séuð svolítið þunnskipaðir fram á við?

„Nei, alls ekki, við erum með mannskap í þetta. Vuk er samt öðruvísi leikmaður en þeir sem geta leyst hann af, við þurfum að leita í aðra þætti, en ég myndi ekki segja að við séum þunnskipaðir," segir Rúnar.

Þeir Róbert Hauksson, Jakob Byström og Magnús Ingi Þórðarson spiluðu í fremstu línu í gær, Magnús kom inn á sem varamaður fyrir Jakob.

Fram tapaði 2-0 gegn KA í gær og er án sigurs síðan 5. júlí. Í kjölfarið gerði liðið þrjú jafntefli í deildinni og er án stiga í síðustu þremur leikjum. Framundan er heimaleikur gegn Val og svo útileikur gegn FH áður en deildinni er skipt í tvennt.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 19 11 4 4 47 - 28 +19 37
2.    Víkingur R. 19 10 5 4 34 - 24 +10 35
3.    Breiðablik 19 9 5 5 34 - 29 +5 32
4.    Stjarnan 19 9 4 6 36 - 31 +5 31
5.    FH 20 7 5 8 37 - 32 +5 26
6.    Vestri 19 8 2 9 20 - 19 +1 26
7.    KA 20 7 5 8 23 - 35 -12 26
8.    Fram 20 7 4 9 28 - 28 0 25
9.    ÍBV 20 7 4 9 21 - 27 -6 25
10.    KR 19 6 5 8 40 - 41 -1 23
11.    Afturelding 19 5 6 8 24 - 30 -6 21
12.    ÍA 19 5 1 13 20 - 40 -20 16
Athugasemdir
banner
banner