Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 16:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Á skýrslu sem aðstoðarþjálfari - „Finnst gaman að pæla í fótbolta"
EKki getað spilað mikið vegna meiðsla
Bjarki Björn er 25 ára fjölhæfur leikmaður sem ÍBV keyptir af Víkingi í vetur.
Bjarki Björn er 25 ára fjölhæfur leikmaður sem ÍBV keyptir af Víkingi í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann lék á láni með ÍBV í fyrra og hjálpaði liðinu að vinna Lengjudeildina.
Hann lék á láni með ÍBV í fyrra og hjálpaði liðinu að vinna Lengjudeildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann hefur skorað tvö mörk í fimmtán leikjum í Bestu deildinni á þessu tímabili.
Hann hefur skorað tvö mörk í fimmtán leikjum í Bestu deildinni á þessu tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Björn Gunnarsson hefur verið í hlutverki utan vallar hjá ÍBV að undanförnu. Mínúturnar inn á vellinum hafa verið takmarkaðar frá því í maí vegna nárameiðsla.

Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, glímdi við veikindi í aðdraganda leiksins gegn Val og hjálpaði Bjarki Björn þjálfarateyminu í kringum leikinn. Hann var annan leikinn í röð skráður aðstoðarþjálfari í gær þegar ÍBV mætti FH í Kaplakrika Fótbolti.net ræddi við Bjarka Björn í dag.

Verstu meiðsli ferilsins til þessa
„Ég er búinn að vera í veseni með nárann, fór í kviðslitsaðgerð síðasta vetur og er ennþá með einhverjar bólgur í kring. Það er vesen," segir Bjarki Björn. „Ég er akkúrat núna á sjúkrahúsi í skoðun og svo fer ég í Orkuhúsið til læknis á miðvikudaginn."

„Ég kom inn á móti KA fyrr í þessum mánuði og þetta versnaði, mér líður ágætlega núna og stefni á að reyna æfa eitthvað fljótlega. Þetta er ekki gott, en þetta er skárra."

„Þetta er það versta sem ég hef upplifað á ferlinum meiðslalega. Það væri betra að fótbrotna, vera frá í þrjá mánuði og síðan góður, í stað þess að það sé alltaf eitthvað. Óvissan er það þreyttasta, þetta hefur verið að plaga mig í rúmlega ár og vonandi finnst einhver lausn núna."

„Ég er ekki að fara aftur í aðgerð, fer vonandi í sprautu, bara spurning hvort það sé hægt hér heima eða þurfi að fara erlendis. Ég ætti að fá betri svör í dag eða á miðvikudaginn,"
segir Bjarki Björn.

Framtíðarþjálfari?
Láki hrósaði Bjarka Birni eftir sigurinn gegn Val fyrir rúmri viku síðan. „Ég er búinn að vera veikur síðustu 2-3 daga. Maður var upp í stúku innan hús að fylgjast með æfingu í gær sem Óskar tók. Þetta minnir mann á hvað það er ógeðslega gott að vera með svona góða aðstoðarmenn. Óskar Zoega og svo settum við Bjarka Björn í þjálfarateymið, hann er með fótboltaheila aldeilis. Ég gat verið rólegur og sparað röddina," sagði Láki fyrir rúmri viku síðan.

Bjarki Björn var spurður út í sitt hlutverk utan vallar.

„Ég er bara að reyna hjálpa til, ég horfi samt bara á mig sem leikmann. Láki var veikur um daginn og bað mig um að vera aðeins að garga á liðið, það var óþægilegt en bara eins og það er. Ég var bara aðeins með þjálfurunum í kringum æfingu í aðdraganda leiksins en þjálfararnir, Láki og Óskar, stjórna þessu algjörlega."

En hlutverkið í gær, hvert var það?

„Það var bara sama, ég var bara að láta í mér heyra, var ekki að taka neinar ákvarðanir eða neitt þannig. Ég reyndi bara að tala við leikmenn, hjálpa. Ég var bara eitthvað að tuða, þetta var ekkert merkilegt sem maður var að segja, aðeins að ræða við leikmenn fjórða dómarann."

„Ég ætla mér að ná að spila eitthvað meira í mótinu, er ekkert kominn inn í teymið eða neitt þannig, lít allavega ekki á það þannig. Ég var ekki að fara spila á mót Val, Láki var veikur og bað mig um að aðstoða Óskar á hliðarlínunni."


Er þetta eitthvað sem gæti kitlað þig að fara út í eftir ferilinn?

„Ég hef alveg pælt í því, en ekkert sem ég er að horfi til í náinni framtíð. Mér finnst alveg gaman að pæla í fótbolta, taktík og svoleiðis, en ég geymi þjálfarahlutverkið aðeins," segir Bjarki Björn.
Athugasemdir
banner