Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 18:19
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Newcastle og Liverpool: Szoboszlai í bakverði
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Newcastle United tekur á móti Englandsmeisturum Liverpool í spennandi stórleik í ensku úrvalsdeildinni og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.

Liverpool hefur harma að hefna eftir tap gegn Newcastle í úrslitaleik deildabikarsins í vor, en Newcastle hefur ekki tekist að leggja Liverpool að velli í úrvalsdeildinni síðan í desember 2015.

Eddie Howe þjálfari Newcastle stillir upp hefðbundnu byrjunarliði þar sem vantar þó Alexander Isak, sem vonast til að skipta yfir til Liverpool fyrir metfé á næstu dögum.

Harvey Barnes, Anthony Gordon og Anthony Elanga leiða sóknarlínuna í fjarveru Isak. Nick Pope er á milli stanganna með Aaron Ramsdale á bekknum.

Þá eru nýju leikmennirnir Malick Thiaw og Jacob Ramsey á sterkum varamannabekk ásamt Lewis Hall, Sven Botman og Jacob Murphy meðal annars.

Arne Slot þjálfari Liverpool virðist hins vegar mæta til leiks með Dominik Szoboszlai í hægri bakvarðarstöðunni. Jeremie Frimpong er frá keppni vegna meiðsla og þá byrja Joe Gomez og Conor Bradley á bekknum. Þeir eru einnig að glíma við meiðsli en gætu komið við sögu.

Bakvörðurinn Kostas Tsimikas er ekki í hóp vegna mikils áhuga frá AS Roma.

Newcastle: Pope, Trippier, Burn, Schar, Livramento, Bruno, Joelinton, Tonali, Elanga, Gordon, Barnes
Varamenn: Ramsdale, Hall, Botman, Thiaw, Osula, Murphy, Willock, Ramsey, Miley

Liverpool: Alisson, Szoboszlai, Van Dijk, Konate, Kerkez, Gravenberch, Jones, Wirtz, Gakpo, Etikite, Salah
Varamenn: Mamardashvili, Gomez, Endo, Bradley, Chiesa, Leoni, Elliott, Robertson, Ngumoha
Athugasemdir
banner