Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 14:39
Elvar Geir Magnússon
Yamal afhjúpar nýja kærustu
Nicki Nicole og Lamine Yamal. Mynd sem Yamal birti á Instagram í dag.
Nicki Nicole og Lamine Yamal. Mynd sem Yamal birti á Instagram í dag.
Mynd: Instagram/LamineYamal
Lamine Yamal birti í dag mynd á Instagram, þar sem hann er með 37,6 milljónir fylgjenda, af sér og argentínsku tónlistarkonunni Nicki Nicole.

Þar með staðfesti þessi 18 ára stórstjarna Barcelona og spænska landsliðsins samband sitt með Nicole. Á myndinni er hún að fagna 25 ára afmæli sínu í félagsskap Yamal.

Nicole var meðal gesta í hinni umdeildu afmælisveislu Yamal í sumar þar sem dvergar skemmtu viðstöddum.

Nicole var að hitta Enzo Fernandez, leikmann Chelsea, í fyrra.

Einkalíf Yamal hefur talsvert verið til umfjöllunar en í sumar var hann myndaður með Fati Vazquez, 29 ára samfélagsmiðlastjörnu.
Mynd: EPA


Athugasemdir
banner
banner