Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 14:08
Elvar Geir Magnússon
Arnar opinberar hópinn fyrir Aserbaídsjan og Frakkland á miðvikudag
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á miðvikudag verður landsliðshópur Íslands fyrir fyrstu tvo leikina í undankeppni HM 2026 tilkynntur. Framundan er heimaleikur gegn Aserbaídsjan og útileikur gegn Frakklandi.

Auk þessara liða er Úkraína í riðlinum en efsta lið riðilsins kemst á HM en liðið í öðru sæti fer í umspil.

KSÍ hefur boðað til fréttamannafundar sem verður klukkan 13:15 á miðvikudaginn.

Miðasala er hafin fyrir stuðningsmenn Íslands á útileikinn gegn Frakklandi en nánari upplýsingar eru hérna.

Leikir Íslands í riðlinum:

Föstudagur 5. september
18:45 Ísland - Aserbaídsjan

Þriðjudagur 9. september
18:45 Frakkland - Ísland

10. okt: Ísland - Úkraína
13. okt: Ísland - Frakkland
13. nóv: Aserbaídsjan - Ísland
16. nóv: Úkraína - Ísland
Athugasemdir
banner
banner