Sóknarmaðurinn Nicolas Jackson er sagður hafa gert munnlegt samkomulag við Bayern München og Þýskalandsmeistararnir eru nú í viðræðum við Chelsea.
Bayern vill fá hann lánaðan en Chelsea vill helst selja hann. Christian Falk, fréttamaður á Bild, greinir frá þessu.
Bayern vill fá hann lánaðan en Chelsea vill helst selja hann. Christian Falk, fréttamaður á Bild, greinir frá þessu.
Jackson var ekki í leikmannahópi Chelsea um helgina.
Ensku úrvalsdeildarfélögin Aston Villa, Tottenham og Newcastle hafa sýnt Jackson áhuga en Bayern er fremst í kapphlaupinu.
Enzo Maresca hefur keypt Joao Pedro og Liam Delap til að styrkja sóknarleikinn og Jackson er ekki lengur í myndinni á Brúnni.
Athugasemdir