Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fékk seinna gula fyrir uppsöfnuð brot en ekki tuð
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Tómas Orri Róbertsson, leikmaður FH, fékk að líta sitt annað gula spjald þegar komið var fram í uppbótartíma leiksins gegn ÍBV í gær.

Fyrra spjaldið fékk hann á 34. mínútu og það seinna, og þar með rautt, á annari mínútu uppbótartíma þegar hann reif niður Þorlák Breka Baxter í liði ÍBV á miðjum vellinum. Henry Birgir Gunnarsson sem lýsti leiknum á SÝN Sport sagði að Tómas hefði fengið gula spjaldið fyrir kjaftbrúk en það var ekki rétt.

Gunnar Oddur Hafliðason dæmdi leikinn og tók nokkrar bendingar áður en hann lyfti upp seinna gula spjaldinu, benti Tómasi á að hann hafi brotið ítrekað af sér og nú væri komið nóg. Tómas Orri var sýnilega vonsvikinn með niðurstöðuna.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 ÍBV

Tómas Orri er 21 árs miðjumaður sem er á sínu fyrsta tímabili í Bestu deildinni. Hann er á leið í sitt þriðja leikbann í sumar, hefur fengið sjö gul spjöld og nú eitt rautt spjald. Hann hefur skorað eitt mark í leikjunum átján sem hann hefur spilað. Hann verður í banni gegn Aftureldingu á útivelli næsta sunnudag.

Rauða spjaldið kom í stöðunn 0-1 fyrir ÍBV en Kjartan Kári Halldórsson jafnaði leikinn í blálokin með marki úr aukaspyrnu sem fór af varnarmanni og í netið á marki ÍBV.

Athugasemdir
banner
banner