„Ég sé það bara ekki því miður. Það er ekkert lið að öskra á mig að það sé besta lið deildarinnar en því miður sé ég það ekki," segir Valur Gunnarsson, sérfræðingur Fótbolta.net, þegar hann er spurður hvort hann sjái að Valur verði Íslandsmeistari eftir áfallið á föstudag.
Besti leikmaður deildarinnar, danski markahrókurinn Patrick Pedersen, sleit hásin þegar Valur tapaði 0-1 gegn Vestra í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Rætt var um þetta í útvarpsþættinum Fótbolti.net.
„Þetta er hræðilegt. Maður er guðslifandi feginn að hann sé búinn að slá þetta markamet," segir Valur.
„Því miður sér maður Val ekki halda þetta út. Eins og frægt er misstu þeir Tómas Bent sem var einn þeirra besti maður, missa Patrick í þessum leik og svo er Frederik Schram eitthvað tæpur. Það eru ekki mörg lið sem höndla að missa þrjá bestu leikmennina sína og Valur er ekki undantekning þar."
Besti leikmaður deildarinnar, danski markahrókurinn Patrick Pedersen, sleit hásin þegar Valur tapaði 0-1 gegn Vestra í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Rætt var um þetta í útvarpsþættinum Fótbolti.net.
„Þetta er hræðilegt. Maður er guðslifandi feginn að hann sé búinn að slá þetta markamet," segir Valur.
„Því miður sér maður Val ekki halda þetta út. Eins og frægt er misstu þeir Tómas Bent sem var einn þeirra besti maður, missa Patrick í þessum leik og svo er Frederik Schram eitthvað tæpur. Það eru ekki mörg lið sem höndla að missa þrjá bestu leikmennina sína og Valur er ekki undantekning þar."
Fróðlegt verður að sjá hver mun spila sem fremsti maður Vals núna þar sem ekki er hreinræktaður framherji í hópnum fyrir utan Patrick. Tryggvi Hrafn Haraldsson og Aron Jóhannsson eru kannski líklegastir í að taka hlutverkið.
„Maður myndi halda að Tryggvi Hrafn færi fram og Adam Ægir fengi mögulega stærra hlutverk á kantinum," segir Tómas Þór Þórðarson í þættinum.
Patrick fer í aðgerð á föstudaginn en Vísir greinir frá því að gert sé ráð fyrir að hann verði frá í sex til átta mánuði.
Valur er á toppi Bestu deildarinnar með tveggja stiga forystu en liðið á heimaleik gegn Aftureldingu annað kvöld.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 19 | 11 | 4 | 4 | 47 - 28 | +19 | 37 |
2. Víkingur R. | 19 | 10 | 5 | 4 | 34 - 24 | +10 | 35 |
3. Breiðablik | 19 | 9 | 5 | 5 | 34 - 29 | +5 | 32 |
4. Stjarnan | 19 | 9 | 4 | 6 | 36 - 31 | +5 | 31 |
5. FH | 20 | 7 | 5 | 8 | 37 - 32 | +5 | 26 |
6. Vestri | 19 | 8 | 2 | 9 | 20 - 19 | +1 | 26 |
7. KA | 20 | 7 | 5 | 8 | 23 - 35 | -12 | 26 |
8. Fram | 20 | 7 | 4 | 9 | 28 - 28 | 0 | 25 |
9. ÍBV | 20 | 7 | 4 | 9 | 21 - 27 | -6 | 25 |
10. KR | 19 | 6 | 5 | 8 | 40 - 41 | -1 | 23 |
11. Afturelding | 19 | 5 | 6 | 8 | 24 - 30 | -6 | 21 |
12. ÍA | 19 | 5 | 1 | 13 | 20 - 40 | -20 | 16 |
Athugasemdir