David Moyes þjálfari Everton svaraði spurningum á fréttamannafundi eftir laglegan 2-0 sigur gegn Brighton um helgina.
Hann var meðal annars spurður út í kantmanninn Tyler Dibling sem hefur verið afar eftirsóttur í sumar. Everton er þó talið leiða kapphlaupið eftir að Southampton samþykkti 42 milljón punda tilboð frá félaginu.
„Ég hef heyrt að þetta sé allt að færast í rétta átt og vonandi tekst okkur að ganga frá þessum félagaskiptum," sagði Moyes eftir sigurinn.
Tottenham og Crystal Palace hafa einnig verið orðuð við leikmanninn síðustu viku.
Southampton hafnaði 35 milljónum frá Palace og virðist Everton ætla að hafa betur í kapphlaupinu.
Dibling verður áttundi leikmaðurinn til að ganga í raðir Everton í sumar, eftir mönnum á borð við Kiernan Dewsbury-Hall og Thierno Barry.
Sky Sports segir að Dibling hafi lokið við læknisskoðun hjá Everton í dag.
22.08.2025 18:30
Dibling fer til Everton
Athugasemdir