Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 27. september 2020 17:07
Sverrir Örn Einarsson
Andri Steinn: Erum ekki vanir að tapa
Andri Steinn Birgisson
Andri Steinn Birgisson
Mynd: Hulda Margrét
Kórdrengir þurftu að bíta í það súra epli að fara stigalausir heim af Vogaídýfuvellinum þar sem liðið mætti Þrótti frá Vogum en lokatölur urðu 1 - 0 Þrótti í vil. Leikurinn sem einkenndist af baráttu og hörku var í járnum lengst af en Þróttarar brutu ísinn á eftir tæplega klukkustundarleik þegar Andri Jónasson skallaði hornspynu Hubert Rafal Kotus í netið. Kórdrengir reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en tókst ekki að brjóta skipulagt lið Þróttar niður og niðurstaðan því sigur heimamanna í sannkölluðum toppslag.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 1 -  0 Kórdrengir

„Við sem betur fer erum ekki vanir að tapa mikið af leikjum en það gerðist í dag og þetta var bara hörkuleikur tveggja öflugra liða. Leikurinn spilaðist eins og við vissum að hann myndi spilast, þetta væri mikill fætingur og bara 50/50 leikur og þeir unnu hann.. “
Sagði Andri Steinn Birgisson aðstoðarþjálfari Kórdrengja við fréttaritara eftir leik.

Aðstæður í Vogum voru nokkuð erfiðar en völlurinn var vel blautur og þungur yfirferðar sem bitnaði nokkuð á gæðum leiksins.

„Völlurinn er erfiður og aðstæður erfiðar en það er fyrir bæði lið og það er bara gaman að spila í svona veðri á svona velli. Það er blautt og það er mikið um tæklingar og mikið um mistök.“

Kórdrengir eru þrátt fyrir tapið enn á toppi deildarinnar og stefna hraðbyri í átt að Lengjudeildarsæti að ári.

„Við svo sem gáfum það út fyrir tímabilið að við ætluðum upp og höldum okkur þar áfram. Við erum á toppnum þannig að við erum með þetta í okkar höndum.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner