Lazio hefur hafið viðræður við Manchester United um að fá Andreas Pereira í sínar raðir. Sky Sports Italia greinir frá. Óvíst er hvort Lazio vilji fá leikmanninn að láni eða kaupa hann af United.
Félagaskiptasérfræðingarnir Gianluca Di Marzio og Fabrizio Romano segja frá því að félögin séu að ræða málin vegna brasilíska miðjumannsins.
Félagaskiptasérfræðingarnir Gianluca Di Marzio og Fabrizio Romano segja frá því að félögin séu að ræða málin vegna brasilíska miðjumannsins.
Pereira er uppalinn í Belgíu en gekk í raðir akademíu United ungur að árum. Hann hefur verið lánaður til Valencia og Granada á sínum ferli. Eftir komu Donny van de Beek til United þá var ljóst að mínútum Pereira myndi fækka.
Simone Inzaghi, stjóri Lazio, er sagður spenntur fyrir því að fá hann inn á miðsvæðið til að aðstoða Ciro Immobile fram á við.
Pereira kom við sögu í 40 leikjum fyrir United á síðustu leiktíð og skoraði tvö mörk og lagði upp fjögur.
Athugasemdir