Í síðustu viku var greint frá því að Ian Jeffs hefði kallað þetta gott hjá Þrótti, nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum og verður hann ekki áfram þjálfari liðsins. Jeffsy var þjálfari liðsins tímabilin 2022 og 2023.
24.09.2023 23:20
Ian Jeffs: Tilfinningin að næsta ár yrði aðeins erfiðara
Fótbolti.net ræddi við Kristján Kristjánsson, formann knattspyrnudeildar Þróttar, og spurði hann út í þjálfaraleitina.
„Leitin gengur ágætlega, ekkert komið fast í hendi. Það eru þónokkur nöfn á blaði, færri en tíu og fleiri en fimm. Við erum bæði með nokkra reynda á blaði og svo erum við líka að reyna kíkja í kringum okkur eftir efnilegum þjálfurum sem gætu hentað okkar hugmyndafræði," sagði Kristján.
Hann var spurður út í ummæli Jeffsy í viðtali við Fótbolta.net þar sem hann talaði um ágreining í félagaskiptaglugganum um hvað skildi gert.
„Það er nú ekkert merkilegt, við vorum bara aðeins ósammála um hvað við ættum að gera í glugganum, þjálfarar vilja oft nýja leikmenn en stjórnin er á bremsunni. Það er ekkert dýpra," sagði formaðurinn.
Hér á Fótbolta.net hafa þeir Haraldur Árni Hróðmarsson, Helgi Sigurðsson og Brynjar Kristmundsson verið orðaðir við starfið.
Athugasemdir