Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
banner
   lau 27. september 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Hann getur spilað hjá Liverpool, Real Madrid eða Man City"
Mynd: EPA
Igor Tudor, stjóri Juventus, telur að Andrea Cambiaso, leikmaður liðsins, geti spilað fyrir bestu lið heims í nánustu framtíð.

Cambiaso er fjölhæfur bakvörður en hann var orðaður við Man City í janúarglugganum en var áfram hjá Juventus. Þessi 25 ára gamli leikmaður hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum í Seríu A á tímabilinu þar sem hann fékk tveggja leikja bann vegna brottvísunar í fyrstu umferð.

„Hann er toppleikmaður. Hann þarf að sýna stöðugri frammistöðu og hann þarf að leggja hart að sér. Þetta fer allt eftir honum," sagði Tudor.

„Hann getur spilað fyrir bestu lið heims. Hann getur spilað hjá Liverpool, Real Madrid eða Man City. Hann verður að hugsa: 'Ég kemst þangað því ég er bestur alla sunnudaga.' Ef hann gerir það getur hann farið þangað fljótlega."
Athugasemdir
banner