Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   lau 27. september 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hefur barist við meiðsli í tæp þrjú ár og dreymir um að snúa aftur fyrir börnin
Deulofeu hér til vinstri
Deulofeu hér til vinstri
Mynd: EPA
Gerard Deulofeu, fyrrum leikmaður Barcelona, Everton og Watford, hefur ekki gefist upp og ætlar að snúa aftur á völlinn en hann hefur verið að berjast við meiðsli í tæp þrjú ár.

Hann sleit krossband í leik með Udinese árið 2022 en náði sér aldrei almennilega og þurfti að fara í aðgerð nokkrum mánuðum síðar.

Udinese rifti samningi við hann í janúar á þessu ári en hann er mjög þakklátur félaginu að fá að æfa á æfingasvæði félagsins. Hann dreymir um að snúa aftur á völlinn svo börnin hans geti séð hann spila fótbolta.

„Þetta verður mjög erfitt en ég vil skrifa söguna. Ég tel að ég geti verið sá leikmaður sem hefur verið hvað lengst fjarverandi og snúið aftur. Það væri stórkostlegt og fallegt met fyrir mig," sagði Deulofeu í viðtali hjá Flashscore.

„Og að gera það fyrir fjölskylduna og börnin. Þau vita að ég er leikmaður og nú þegar þau eru orðin eldri eru þau að biðja mig um að snúa aftur sem brýtur hjartað í mér."
Athugasemdir
banner