Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
   lau 27. september 2025 16:53
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Real Madrid fékk skell í grannaslag
Julian Alvarez var heitur hjá Atlético
Julian Alvarez var heitur hjá Atlético
Mynd: EPA
Kylian Mbappe skoraði en það dugði skammt
Kylian Mbappe skoraði en það dugði skammt
Mynd: EPA
Atlético Madríd vann grannaslaginn gegn Real Madrid, 5-2, á Metropolitano-leikvanginum í Madríd í La Liga-deildinni á Spáni í dag.

Real Madrid hafði byrjað tímabilið fullkomlega með sex sigra af sex mögulegum en Atlético sótt níu stig.

Á 14. mínútu skoraði varnarmaðurinn Robin Le Normand með skalla eftir fyrirgjöf Giuliano Simeone, en Real náði að snúa taflinu við á ellefu mínútum.

Kylian Mbappe jafnaði metin á 25. mínútu með áttunda deildarmarki sínu eftir stoðsendingu frá Arda Güler og kom tyrkneski sóknartengiliðurinn gestunum síðan yfir á 36. mínútu.

Þetta reyndist síðasta mark Real í leiknum, en Atlético var rétt að byrja.

Norski sóknarmaðurinn Alexander Sorloth skoraði með skalla undir lok hálfleiksins eftir langa sendingu frá Koke. Þetta mark gaf Atlético mikinn meðbyr sem það nýtti sér inn í síðari hálfleikinn með þremur mörkum.

Julian Alvarez skoraði úr vítaspyrnu á 51. mínútu og bætti síðan við öðru marki sínu tólf mínútum síðar. Franski sóknarmaðurinn Antoine Griezmann rak síðasta naglann í kistu granna sinna.

Atlético með montréttinn í Madríd en liðið er nú með 12 stig í 4. sæti en Real enn á toppnum með 18 stig. Barcelona á möguleika á að taka toppsætið af þeim takist liðinu að vinna Real Sociedad á morgun.

Atletico Madrid 5 - 2 Real Madrid
1-0 Robin Le Normand ('14 )
1-1 Kylian Mbappe ('25 )
1-2 Arda Guler ('36 )
2-2 Alexander Sorloth ('45 )
3-2 Julian Alvarez ('51 , víti)
4-2 Julian Alvarez ('63 )
5-2 Antoine Griezmann ('90 )

Getafe 1 - 1 Levante
0-1 Ivan Romero ('26 )
1-1 Juan Antonio Iglesias Sanchez ('57 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 7 6 0 1 16 8 +8 18
2 Barcelona 6 5 1 0 19 4 +15 16
3 Villarreal 7 4 2 1 12 5 +7 14
4 Atletico Madrid 7 3 3 1 14 9 +5 12
5 Espanyol 7 3 3 1 10 9 +1 12
6 Athletic 7 3 2 2 7 7 0 11
7 Getafe 7 3 2 2 8 9 -1 11
8 Elche 6 2 4 0 8 5 +3 10
9 Betis 6 2 3 1 9 7 +2 9
10 Alaves 7 2 2 3 6 7 -1 8
11 Valencia 6 2 2 2 8 10 -2 8
12 Sevilla 6 2 1 3 10 10 0 7
13 Osasuna 6 2 1 3 5 5 0 7
14 Celta 6 0 5 1 5 7 -2 5
15 Vallecano 6 1 2 3 7 9 -2 5
16 Levante 7 1 2 4 11 14 -3 5
17 Real Sociedad 6 1 2 3 6 9 -3 5
18 Mallorca 7 1 2 4 6 11 -5 5
19 Girona 7 0 3 4 3 16 -13 3
20 Oviedo 6 1 0 5 2 11 -9 3
Athugasemdir
banner