Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. október 2020 21:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Diogo Jota skoraði tíuþúsundasta mark Liverpool
Mynd: Getty Images
Diogo Jota kom Liverpool yfir á 55. mínutu gegn FC Midtjylland í Meistaradeild Evrópu. Nú er 70. mínúta í leiknum og staðan 1-0.

Markið kom eftir laglegt spil og var fyrsta skot Liverpool á mark gestanna í leiknum. Trent Alexander-Arnold átti stoðsendinguna.

Markið er merkilegt fyrir þær sakir að það er tíuþúsundasta mark í sögu Liverpool. Markið var annað Meistaradeildarmark Jota. Fyrra markið kom fyrir fjórum árum með Porto. Markið kom 128 árum eftir fyrsta markið sem Jock Smith skoraði í september árið 1892 í Lancashire deildinni.

Mikael Neville Anderson kom inn á sem varamaður hjá Midtjylland á 66. mínútu.



Athugasemdir
banner
banner
banner