Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
   sun 27. október 2024 13:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gylfi reyndi að sannfæra Birki Má að vera áfram hjá Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Birkir Már Sævarsson spilaði sinn síðasta leik fyrir Val í gær en hann er að flytja til Svíþjóðar.


Gylfi Þór Sigurðsson, samherji hans hjá Val í sumar, var einnig samherji hans í landsliðinu til margra ára. Fótbolti.net ræddi við Gylfa sem reyndi að sannfæra Birki um að vera áfram hjá félaginu.

„Þetta er leiðinlegt, ég reyndi mikið að halda honum áfram. Hann stóð fastur á því (að fara), hann er að fara upp í vél á mánudaginn til Svíþjóðar því miður. Ég reyni örugglega að halda áfram að fá hann í eitt tímabil í viðbót," sagði Gylfi.

„Vonandi nýtur hann tímans eftir ferilinn. Þetta er búinn að vera frábær ferill hjá honum. Við áttum frábærar minningar saman á EM og HM í landsliðinu. Það var gaman að spila með honum."


Gylfi hallast að því að halda áfram en ætlar ekki út - „Vonandi næ ég fyrri styrk á næsta tímabili"
Birkir hrærður og stoltur: Ótrúlega stórt augnablik fyrir mig
Athugasemdir
banner
banner
banner