Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. nóvember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sölvi verður þjálfari Skallagríms (Staðfest)
Hjalti Benediktsson stjórnarmaður í Skallagrími, Sölvi Gylfason þjálfari, Páll Brynjarsson formaður Knattspyrnudeildar Skallagríms og Jón Arnar Sigþórsson stjórnarmaður.
Hjalti Benediktsson stjórnarmaður í Skallagrími, Sölvi Gylfason þjálfari, Páll Brynjarsson formaður Knattspyrnudeildar Skallagríms og Jón Arnar Sigþórsson stjórnarmaður.
Mynd: Skallagrímur
Borgnesingurinn Sölvi G. Gylfason hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Skallagríms í knattspyrnu fyrir komandi keppnistímabil. Sölvi, sem er þrjátíu og eins árs, verður spilandi þjálfari en miðað er við að ráða einnig aðstoðarþjálfara fyrir liðið.

Sölvi og Viktor Már Jónasson tóku við þjálfun meistaraflokks Skallagríms á miðju síðasta tímabili. Þótt þeim tækist ekki að forða liðinu frá falli niður í 4. deild þá stóðu þeir sig afar vel, að mati stjórnar knattspyrnudeildar, og því var leitað eftir starfskröftum þeirra áfram. Niðurstaðan varð sú að Sölvi verður aðalþjálfari meistaraflokks, sem fyrr segir.

Sölvi hefur leikið stórt hlutverk í liði Skallagríms þrátt fyrir að hafa þurft að glíma við erfið meiðsli. Hann hefur leikið 108 meistaraflokksleiki fyrir Skallagrím en að auki 31 fyrir BÍ/Bolungarvík og 18 fyrir ÍA.

Það er markmið nýs þjálfara, sem og stjórnar Knattspyrnudeildar Skallagríms, að byggja á öflugum kjarna af heimamönnum og nú þegar eru nokkrir, sem hafa ekki mikið verið í boltanum síðustu misseri, komnir á fulla ferð á nýjan leik. Síðustu sumur hefur Skallagrímur átt gott samstarf við ÍA og vonumst við til að svo verði áfram en þaðan höfum við fengið góðan liðstyrki.

„Stjórn knattspyrnudeildar Skallagríms fagnar ráðningu Sölva og hlakkar til samstarfs við hann á komandi keppnistímabili en æfingar meistaraflokks, undir hans stjórn hefjast 1. des," segir í tilkynningu Skallagríms.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner