Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 27. nóvember 2021 16:55
Aksentije Milisic
England: Auðvelt hjá Liverpool - Gerrard áfram á sigurbraut
Jota í baráttunni.
Jota í baráttunni.
Mynd: EPA
McGinn tryggði Aston Villa sigurinn.
McGinn tryggði Aston Villa sigurinn.
Mynd: Getty Images
Þremur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni rétt í þessu en fyrr í dag lagði Arsenal lið Newcastle að velli með tveimur mörkum gegn engu.

Á Anfield í Liverpool borg áttust við Liverpool og Southampton. Skemmst er frá því að segja að Liverpool átti ekki í neinum vandræðum með Southampton í dag.

Diogo Jota kom Liverpool yfir strax á annari mínútu leiksins og hann var svo aftur á ferðinni hálftíma síðar. Áður en fyrri hálfleikurinn var allur þá skoraði Thiago Alcantara en skot hans átti viðkomu í varnarmanni gestanna.

Á 52. mínútu komst Virgil van Dijk á blað en hann skoraði þá gegn sínum gömlu félögu og ákvað að fagna ekki við virðingu við félagið. Hann skoraði eftir hornspyrnu frá Trent Alexander Arnold.

Liverpool er nú einu stigi á eftir toppliði Chelsea sem mætir Manchester United á morgun.

Í London áttust við Crystal Palace og Aston Villa. Það var Matt Targett sem kom gestunum frá Birmingham borg í forystu í fyrri hálfleik eftir hornspyrnu frá gömlu kempunni Ashley Young.

Á 86. mínútu kláraði John McGinn leikinn fyrir gestina. Hann skoraði þá með góðu skotið og fagnaði vel og innilega með stuðningsmönnum Aston Villa.

Marc Guehi minnkaði muninn seint í uppbótartímanum en nær komst Crystal Palace ekki. Gífurlega öflugur sigur í hús hjá Steven Gerrard og lærisveinum hans en Gerrard hefur nú unnið tvo fyrstu leiki sína í starfinu.

Þá gerðu Norwich og Wolves markalaust jafntefli á Carrow Road.

Crystal Palace 1 - 2 Aston Villa
0-1 Matt Targett ('15 )
0-2 John McGinn ('86 )
1-2 Marc Guehi

Liverpool 4 - 0 Southampton
1-0 Diogo Jota ('2 )
2-0 Diogo Jota ('32 )
3-0 Thiago Alcantara ('37 )
4-0 Virgil van Dijk ('52 )

Norwich 0 - 0 Wolves
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner