Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 27. nóvember 2022 11:41
Aksentije Milisic
Sjáðu markið: Kosta Ríka skoraði með sínu fyrsta skoti á markið á HM
Mynd: EPA

Þessa stundina eigast við Kosta Ríka og Japan í E-riðlinum á HM í Katar.


Kosta Ríka steinlá gegn Spáni og tapaði 7-0 í fyrstu umferð og í seinni hálfleiknum í dag hefur liðið verið í nauðvörn gegn Japan.

Á 81. mínútu komst liðið hins vegar í skyndisókn og skoraði Fuller Spence með vinstri fótar skoti í fjærhornið úr teignum.

Þvert gegn gangi leiksins en það er ekki spurt að því. Þetta var fyrsta skot Kosta Ríka á markið í mótinu en liðið var nálægt því að spila tvo heila leiki án þess að eiga skot á mark.

Ekki er mikið eftir af leiknum eða um rúma tíu mínútur þegar þetta er skrifað.


Athugasemdir
banner
banner
banner