Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
   fim 27. nóvember 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
„Engin ástæða til að örvænta“
Mynd: EPA
Englendingurinn Harry Kane segir enga ástæðu til að örvænta eftir 3-1 tap Bayern München gegn Arsenal í Meistaradeildinni í gær sem var fyrsta tap Bæjara á tímabilinu.

Bayern hefur verið í ham á þessari leiktíð en átti fá svör gegn Arsenal-mönnum á Emirates.

Jurrien Timber kom Arsenal yfir eftir horn en Lennart Karl jafnaði metin fyrir þýska stórveldið.

Í síðari hálfleiknum voru það varamennirnir Noni Madueke og Gabriel Martinelli sem gengu frá Bayern, og eru Arsenal-menn áfram með fullt hús stiga á toppnum.

„Þetta var erfiður leikur sem er nákvæmlega það sem við bjuggumst við. Góður bardagi í fyrri hálfleiknum sem var nokkuð jafn, en í seinni hálfleik fundum við ekki sömu orku eða ákefð og töpuðum allt of mörgum einvígum. Þetta var fyrsta tap tímabilsins, en það er engin ástæða til að örvænta. Við munum hins vegar læra af þessu.“

„Þeir unnu fyrstu og seinni boltanna. Við vissum að þeir yrðu hættulegir í föstu leikatriðunum. Ég er samt viss um að við munum sjá þá aftur seinna í keppninni.“

„Arsenal varðist maður á mann yfir allan völlinn, en eins og ég sagði þá er þetta ekki tíminn til að örvænta. Við höfum spilað við Chelsea, PSG og Arsenal úti og unnið megnið af leikjunum á þessu tímabili,“
sagði Kane.
Athugasemdir
banner
banner
banner