Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. desember 2019 08:36
Magnús Már Einarsson
Antonio keyrði inn í garð klæddur sem snjókall
Í veseni.
Í veseni.
Mynd: Getty Images
„Kia Rosina var í stofu sinni með fjölskyldunni á Jóladag þegar leikmaður í ensku úrvalsdeildinni, klæddur í snjókalla búning, klessti á Lamborghini bifreið sinni í garðinn hennar," segir í frétt hjá The Athletic.

Leikmaðurinn sem um ræðir er Michail Antonio, leikmaður West Ham, en hann ákvað að mæta klæddur sem snjókall á æfingu liðsins á Jóladag.

Á leiðinni heim af æfingunni var hann að drífa sig of mikið þegar hann missti stjórn á bifreið sinni og klessti á ruslafötur og fleira í garðinum hjá Kia Rosina.

Rosina og fjölskylda hennar heyrði mikinn hávaða þegar Antonio klessti á. Fjölskyldan dreif sig út og þá var Antonio í símanum.

„Hann var í símanum að öskra á einhvern og segja að hann væri í lagi. Hann sagði sifellt við manneskuna í símanum, 'Ekki halda áfram að segja mér að ég sé heimskur," sagði Rosina.

Antonio lét sig siðan hverfa án þess að biðjast afsökunar eða ræða við Rosina um að bæta skemmdirnar í garðinum.

Antonio spilaði allan leikinn með West Ham gegn Crystal Palace í gær og lagði upp mark fyrir Robert Snodgrass. Hér að neðan má sjá hann í snjókalla búningnum fyrir æfinguna í fyrradag.


Athugasemdir
banner
banner
banner