Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 27. desember 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fölsk loforð og vanvirðing - „Mér fannst ég eiga það skilið"
Lingard fékk fá tækifæri á lokaári sínu hjá Man Utd.
Lingard fékk fá tækifæri á lokaári sínu hjá Man Utd.
Mynd: EPA
Hann byrjaði ekki vel hjá Forest en í síðustu leikjum hefur hann verið að finna taktinn.
Hann byrjaði ekki vel hjá Forest en í síðustu leikjum hefur hann verið að finna taktinn.
Mynd: EPA
Blómstraði hjá West Ham fyrri part ársins 2021.
Blómstraði hjá West Ham fyrri part ársins 2021.
Mynd: Getty Images
„Mér voru gefin fölsk loforð, þetta var vanvirðing... Ég veit ekki ennþá, ég hefði verið til í að einhver hefði sagt mér af hverju ég var ekki að spila," segir Jesse Lingard í viðtali sem hann fór í fyrir endurkomu sína á Old Trafford.

Lingard snýr til baka á Trafford í kvöld þegar lið hans Nottingham Forest mætir þangað í fyrsta leik eftir HM hléið. Í viðtalinu skýtur Lingard föstum skotum að United og fyrrum stjóra liðsins, Ole Gunnar Solskjær.

Lingard fór til Nottingham Forest frá United þegar samningur hans rann út í sumar. Miðjumaðurinn var í frystinum hjá Solskjær og svo Ralf Rangnick á síðasta tímabili eftir vel lukkaða mánuði hjá West Ham. Lingard er aðeins byrjaður að finna sig hjá Forest eftir erfiða byrjun.

Lingard er svekktur með endalok sín hjá Manchester United. Hann hafði vonast eftir því að fá kveðjustund á Old Trafford og vonast til að fá að upplifa eina slíka í kvöld, þó að það verði sem leikmaður Forest. Hann segist aldrei hafa hugsað út í að mæta á Old Trafford sem leikmaður útiliðsins.

Lingard er uppalinn hjá Manchester United og hafði verið samningsbundinn félaginu allan sinn feril þar til í sumar. Hann kom til United sjö ára gamall og upplifði drauminn árið 2015 þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. Hann skoraði alls 35 mörk í 232 leikjum fyrir United en byrjaði einungis fjóra leiki á sínu lokaári á Old Trafford.

„Ég veit ekki af hverju ég var ekki að spila," sagði Lingard. „Ég veit ekki hvað vandamálið var, hvort það var pólítík eða eitthvað annað. Ég hef ekki ennþá fengið svar. Ég hefði verið til í að einhver hefði sagt mér: „Þetta er ástæðan fyrir því að þú ert ekki að spila," við virðingu við mig eftir þann tíma sem ég hafði verið hjá félaginu, en ég fékk aldrei útskýringu."

„Þetta voru fölsk loforð. Ég æfði stíft og ég var í góðu standi, ég var tilbúinn. Núna er tækifæri fyrir mig til að kveðja, því ég fékk það aldrei. Þetta verður stund sem ég mun njóta, en ég vil vinna leikinn. Þú getur ekki leyft tilfinningunum að taka völdin."

„Þetta var síðasti heimaleikurinn og hann setti mig ekki inn á. Mig langaði að koma inn á. Ég hugsaði af hverju hann gat ekki sett mig inn á síðustu fimm mínúturnar svo ég gæti þakkað áhorfendum fyrir og kvatt. Mér fannst ég eiga það skilið. En það gerðist ekki. Vonandi get ég gert það í kvöld,"
sagði Lingard um lokaleikinn á Old Trafford undir stjórn Ralf Rangnick. Lingard var ónotaður varamaður í leiknum. Nemanja Matic og Juan Mata voru í byrjunarliðinu í þeim leik og fengu að kveðja og Phil Jones, sem var líklegur til að fara, kom inn á sem varamaður. United komst í 3-0, þá fék Edinson Cavani að koma inn á og kvaddi stuðningsmenn.

Rangnick sagði eftir leik, spurður út í Lingard, að hann hefði notað Lingard meira en forverar hans í starfi, þeir Solskjær og Michael Carrick. Þá hafi Lingard misst af leiknum á undan og æfingu vegna persónulegra ástæðna. Bróðir Lingard var meðal þeirra sem lét félagið heyra það fyrir að bjóða ekki upp á kveðjustund fyrir Jesse.

Sjá einnig:
Bróðir Lingard bálreiður: Engin furða að Man Utd sé á leið í Sambandsdeildina

Lingard var að glíma við meiðsli fyrir HM hlé en er nú á betri stað, segist geta tekið alla spretti sem hann þarf að taka og sé orðinn 100% heill. Þau meiðsli séu þó ekki neitt í líkingu við það sem hann þufti að glíma við utan vallar árið 2020.

„Útgöngubannið bjargaði ferlinum mínum. Þar fékk ég tækifæri til að endurstilla mig. Ég fékk aftur trú á sjálfum mér. Ég var ekki þar að vilja hætta í fótbolta, heldur þurfti smá hlé. Þegar útgöngubannið byrjaði horfði ég á myndband af mörkunum mínum. Ég fann aftur viljann," sagði Lingard m.a. í viðtalinu.
Athugasemdir
banner
banner