Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 27. desember 2022 11:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mail: Manchester United geti ekki keypt leikmenn í janúar
Ten Hag vill fá framherja í staðinn fyrir Cristiano Ronaldo sem fór frá félaginu í síðasta mánuði.
Ten Hag vill fá framherja í staðinn fyrir Cristiano Ronaldo sem fór frá félaginu í síðasta mánuði.
Mynd: EPA
Daily Mail á Englandi fjallar um það í dag að Manchester United muni ekki geta keypt leikmenn í janúar. Liðið muni því einungis geta fengið leikmenn í sínar raðir á láni.

Þetta sé vegna þess að Glazer fjölskyldan sé að reyna selja félagið og það sé vegna þess í limbói. Mail segir það vera ástæðuna fyrir því að Liverpool hafi getað krækt í Cody Gakpo frá PSV sem United hafði mikinn áhuga á að fá í sínar raðir. Liverpool hefur náð samkomulagi við PSV og stefnir allt í að hann verði leikmaður félagsins í janúar.

Ef rétt reynist, að United geti ekki keypt leikmenn í janúar, þá mun það takmarka getu félagsins til að fá öfluga leikmenn í sínar raðir. Erik ten Hag, stjóri liðsins, vill styrkja hópinn og ætlar sér að fá inn framherja.

Avram Glazer, einn af eigendum United, hefur rætt við mögulega kaupendur og vonast fjölskyldan eftir því að geta klárað söluna á félaginu á fyrsta fjórðungi ársins. Glazer fjölskyldan vill fá um sex milljarða punda fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner